Orð og tunga - 2021, Síða 70

Orð og tunga - 2021, Síða 70
Ásta Svavarsdóttir: Málnotkun í fjölskyldubréfum 59 að meðaltali nota þeir hvert orð 1,4 sinnum en þær á bilinu 1,6–2,2 sinnum (reiknað sem hlutfall á milli dæmafjölda og orðafjölda). Auk þess nota bræðurnir frekar orð sem eru beinlínis útlensk en slík orð koma aftur á móti varla fyrir í bréfum systranna. Þeir sletta m.ö.o. meira en þær, nærri 24% dæmanna hjá þeim eru erlend orð en innan við 1% í bréfum systranna. En hvaða aðkomuorð eða hópa orða nota systkinin og má greina mun á því hvers konar orð er um að ræða? Er m.ö.o. ekki einungis munur á umfangi orðanna heldur einnig á eðli þeirra og einkennum? Í Töflu 6 sést að bræðurnir nota nokkuð af útlendum orðum en systurnar lítt eða ekki. Þetta eru svokölluð kóðavíxl (e. code switching), þ.e.a.s. orð eða frasar úr máli sem fólki er tiltækt og það grípur til þegar það er að tala eða skrifa annað mál, oftast eigið móðurmál. Þetta er frekar augljóst þegar um frasa eða jafnvel lengri textabrot er að ræða en aftur á móti eru skil milli kóðavíxla sem fela í sér stök orð og tökuorða (e. lexical borrowings) óljósari og erfitt að greina örugglega þar á milli (sjá t.d. Winford 2003:107−108) þótt hér hafi verið gerð tilraun til að aðgreina þau til þess að skerpa myndina. Orð sem greind eru sem „erlend“ — og eru um leið hlutmengi í „orðum af erlendum uppruna“ í töflunni — eiga það sameiginlegt að hafa ekki aðlagast íslensku, halda t.d. erlendum rithætti og fá ekki íslenskar beygingarendingar í samræmi við stöðu sína í setningum. Í bréfum Finns, sem bjó í Kaupmannahöfn frá 1878 til æviloka, er fyrst og fremst um að ræða dönsk orð. Þau koma aðallega fyrir í tilvitnunum til danskra rita eða manna, yfirleitt auðkenndum með gæsalöppum, t.d. vísar hann beint til umsagna kennara sinna þegar hann segir frá frammistöðu sinni í prófum. Auk þess notar hann einstöku erlend orð í frásögnum af lífi sínu í Danmörku, t.d. um mat, drykk og gjafir þegar hann lýsir brúðkaupi sínu fyrir föðurnum, t.d. champignon ‘sveppir’ og chaiselongue ‘sessalón’ (í sviga aftan við orðið sófi), og loks bregður fyrir hjá honum danska orðatiltækinu fanden gale mig. Erlend orð í bréfum Klemensar standa frekar stök inni í íslensku samhengi og hann notar latnesk orð, sérstaklega í bréfum skrifuðum á árum hans í Lærða skólanum, auk danskra orða. Hann kveður t.d. systkini sín með orðunum „ykkar elskandi frater“, segir að „fáir productiv menn“ séu í félagi nokkru, talar um að „efla góð forstaaelsi“ milli fólks og um „alverdens meðöl“. Hann notar líka stundum erlenda frasa í augljósum kóðavíxlum, ávarpar t.d. Finn sem Carissime frater, segir konu sína ekki fá rational Behandling (á Akureyri) og skýtur inn í bréfi til Finns setningunni jo pyt min bror det er feiltagelse án þess að auðkenna hana tunga_23.indb 59 16.06.2021 17:06:49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.