Orð og tunga - 2021, Page 74

Orð og tunga - 2021, Page 74
Ásta Svavarsdóttir: Málnotkun í fjölskyldubréfum 63 5 Samantekt og niðurlagsorð Þau tvö atriði sem athuguð voru eru ólík, þess vegna varð að nálgast þau með ólíkum aðferðum og þar af leiðandi ekki einfaldlega hægt að spyrða niðurstöðurnar saman. Dreifing afbrigðanna í nútíð sagnar­ innar hafa bentu til þess að þar hefði a.m.k. tvennt áhrif. Í fyrsta lagi voru skýr merki þess að hún gæti ráðist af áhrifum málstöðlunar, sérstaklega í bréfum Finns þar sem hefi og hefir voru ríkjandi í eldri bréfum en hef og hefur í þeim yngri. Það bendir til meðvitaðrar ákvörðunar um það hvaða myndir hann notaði í ritmáli og að hann hafi skipt um skoðun á því hvort munstrið væri æskilegra þegar fram í sótti. Önnur skrif hans staðfesta þá túlkun. Notkun hans á hefi og hefir á yngri árum hefur sennilega verið fyrir áhrif frá þeirri skoðun að þær myndir væru eldri og þess vegna æskilegri en hinar og hennar kann einnig að gæta í málnotkun Klemensar og Guðnýjar þar sem þeim bregður fyrir. Þau þrjú fengu öll einhverja formlega menntun í skóla og það gæti skýrt muninn á þeim og Guðrúnu sem notar hef og hefur að staðaldri. Í öðru lagi eru vísbendingar um að dreifing afbrigðanna hafi að einhverju leyti verið landshlutabundin þótt augljóslega væru líka mikil tilbrigði í máli einstaklinga óháð uppruna. Hjá alsystkinunum, sem voru að mestu eða öllu leyti alin upp í Reykjavík og bjuggu þar fram til fullorðinsára eða lengur, voru myndirnar hef og hefur ríkjandi nema hjá Finni á ákveðnu æviskeiði eins og áður segir. Í bréfum Sigurjónu eru aftur á móti mikil tilbrigði. Þar eru myndirnar hefi og hefir ráðandi þótt hinar komi líka oft fyrir og í hennar tilviki virðist ekki trúverðugt að skýra i­myndirnar sem áhrif málstöðlunar eins og hjá Finni. Hún hafði allt annan bakgrunn en hin systkinin og eitt af því sem greinir þau skýrt að er að hún var fædd og uppalinn á Norðurlandi og bjó þar nánast alla ævi. Samanburður milli Sigurjónu og annarra norðlenskra bréfritara sýnir áþekka dreifingu afbrigðanna og samanburður bréfritara af norðan­ og suðvestanverðu landinu bendir líka til þess að myndirnar hefi og hefir hafi verið tíðari á Norðurlandi. Þarna eru því vísbendingar um að eldri myndirnar gætu hafa lifað lengur í máli almennings fyrir norðan þótt það þyrfti að skoða betur. Ef þetta er rétt þá hafa fleiri en einn þáttur áhrif á dreifingu beygingarafbrigðanna í nútíð sagnarinnar hafa. Þótt amast hafi verið við erlendum máláhrifum gætir þeirra tals­ vert í bréfum systkinanna og þar virðist kunnátta í erlendum málum og tengsl við útlönd vera helsti áhrifaþátturinn en einnig búseta í bæ eða sveit. Aðkomuorð koma hlutfallslega oftast fyrir hjá bræðrunum, tunga_23.indb 63 16.06.2021 17:06:49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.