Orð og tunga - 2021, Page 110
Þorsteinn G. Indriðason: Viðskeytaraðir í íslensku 99
-samur, -sk, -ugur og ull. Eins og fram kom í 5.2.2 þá getur látur ekki
tengst viðskeyttu grunnorði en viðskeytið getur hins vegar bætt við
sig viðskeyti, sbr. góðlátlega, hóglátlega, kyrrlátlega, ranglátlega, rétt lát-
lega, tómlátlega, þakklátlega, þrálátlega og örlátlega. Viðskeytið er því
gott dæmi um það að viðskeyti getur verið hluti viðskeytaraðar en
það getur bara ekki verið í öðru sæti í slíkri röð.
5.2.4 Umröðun viðskeyta virðist útilokuð
Umröðun tveggja viðskeyta í íslensku er vandfundin því valhömlur
viðkomandi viðskeyta verða að passa saman til þess að hún gangi
upp, sbr. umfjöllun í 3.4. Í dæminu góð(L)lát(L)legur(L) tengist látur við
lýsingarorðið góður og myndar lýsingarorð, sbr. góðlátur. Viðskeytið
legur getur svo tengst látur og myndað lýsingarorðið góðlátlegur. En
hvað gerist ef við snúum við röð viðskeytanna? Í íslensku finnum við
lýsingarorðið góðlegur og viðskeytið látur getur tengst lýsingarorðum
þannig að það ætti ekki vera neitt í veginum fyrir því að mynda
lýsingarorðið *góðleglátur. Orðið er hins vegar ótækt vegna þess að
hér er önnur hamla brotin. Sú hamla felst í því að viðskeytið látur
getur nær eingöngu tengst einsatkvæðis grunnorðum eins og góð,
sbr. einnig 5.2.2. Um leið og grunnorðið er orðið viðskeytt þá gengur
orðmyndun með látur ekki.
Og jafnvel þar sem valhömlur virðast passa saman er umröðunin
erfið. Til þess að sýna þetta er hægt að taka dæmi um viðskeytin
-samur og -legur sem bæði geta tengst grunnorðum sem eru nafnorð
(N) og lýsingarorð (L), sbr. t.d. sið-samur, sið-legur, góð-samur og
góð-legur. Valhamla -samur kveður því m.a. á um að viðskeytið geti
tengst grunnorði sem er nafnorð(N) og myndað lýsingarorð(L),
siðsamur, en viðskeytið virðist líka geta tengst grunnorði sem sjálft
er viðskeytt, sbr. hug-ul-samur þó það sé reyndar ekki algengt.
Valhamla -legur kveður á um að viðskeytið geti sömuleiðis tengst
grunnorðum sem eru lýsingarorð(L) og nafnorð (N) og myndað
lýsingarorð (L) og hér gildir það sama og um -samur; viðskeytið
getur tengst grunnorði sem sjálft er viðskeytt, sbr. kunn-ug-legur.
Atkvæðabygging grunnorðsins fyrir og eftir umröðun þessara
viðskeyta ætti því ekki að vera fyrirstaða þó hún sé oft hindrandi
þáttur í svona ferli. Ef reynt er að snúa við röð viðskeytanna samur
og legur í afleidda orðinu sið(N)sam(L)legur(L) þá kemur í ljós að
það gengur ekki, sbr. *sið(N)-leg(L)-samur(L), þó skilyrðum virðist
fullnægt. Skýringin er að öllum líkindum sú að samur á erfitt með
tunga_23.indb 99 16.06.2021 17:06:51