Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 19
Auk þess voru gæftir misjafnar í surnar og veiði treg. Gekk því
erfiðlega að fylla kvótann þótt knappur væri.
Auk rækjuveiðanna reru nokkrir bátar frá Hólmavík og
Drangsnesi á línu og net með misjöfnum árangri. Einnig var gerð
tilraun til dragnótaveiða, en það gekk illa. Eftir að kom fram í
október voru gæftir einstaklega góðar og náðu línubátar þá ágæt-
um afla, allt að 8 tn. á dag. Einkum gengu veiðar vel í nóvember,
en í þeirn mánuði var landað 193 tonnum af fiski til vinnslu á
Hólmavík, eða næstum fimmtungi af lönduðum afla ársins.
í október hófust veiðar á innfjarðarrækju á ný eftir að sjávarút-
vegsráðuneytið hafði heimilað veiðar á 1800 tonnum af rækju í
Húnaflóa. í rækjuleit Hafrannsóknastofnunar kom fram sterkur
uppvaxandi árangur, sem gefur góðar vonir um veiði næstu ára.
Veiðarnar hafa gengið allvel það sem af er, en talsvert er af
smárækju í aflanum. Hafa rækjumiðin í Hrútafirði verið lokuð af
þeim sökum.
Frystitogarinn Hólmadrangur landaði 1847 tonnum af full-
unnum afla á árinu 1988. Togarinn fór í fyrstu veiðiferð ársins 25.
febrúar eftir að hafa verið lengdur um 10 m. hjá skipasmíðastöð
Pohl & Joswiak í Hamborg í V-Þýskalandi. Þar voru einnig gerðar
verulegar endurbætur á vinnslurými og aðstöðu skipverja. Þann
25. nóvember lagðist skipið að bryggju á Hólmavík eftir 10 veiði-
ferðir og hafði þá lokið við að veiða upp í kvóta sinn og allan kvóta
sem tekist hafði að kaupa til viðbótar. Verðmæti ársaflans var þá
orðið 247,6 milljónir króna, en engu að síður er fyrirsjáanlegt að
tap verður á útgerðinni í fyrsta sinn í nokkur ár.
Á árinu 1988 var Hólmadrangur sviptur þeim heimildum sem
hann hafði haft til úthafsrækjuveiða, án þess að fá samsvarandi
uppbót á kvóta annarra tegunda. Þetta kemur sér mjög illa fyrir
afkomu skipsins, en auk þess hafa ýmsar ytri aðstæður verið
sjávarútvegi óhagstæðar á árinu, eins og frarn hefur komið.
Aðalfundur Hólmadrangs hf. var haldinn íjúní. Þar kom fram,
að á árinu 1987 var heildaraflaverðmæti skipsins 214,2 milljónir
króna. Rekstrarhagnaður nam 27 milljónum króna, og var nú í
fyrsta sinn greiddur arður til hluthafa, 10% af hlutafjáreign.
17