Strandapósturinn - 01.06.1988, Page 28
Óli E. Björnsson:
Bleikjuholtið
S
a
Mókollsdal
Góðviðrisdag einn, líklega sumarið 1936, fór sumt af heimilis-
fólkinu í Þrúðardal í ferðalag, fótgangandi að mig minnir, og var
förinni heitið fram á Mókollsdal. Erindið var að skoða Bleikju-
holtið.
Þessi árin var ég — krakki — í Þrúðardal á sumrin og fékk að
fljóta með í ferðina, hefði sjálfsagt aldrei augum litið Bleikjuholtið
ella, eða Mókollshaug. Marga ferðina fór ég þó seinna fram á dal,
oft fram undir Hóla, en ógjarnan lengra. Þar byrjar nefnilega nýr
heimur, fremur óhugnanlegur. Hólarnir eru í dalbotninum,
fírnamikið fornt jarðrask. Djúpar kvosir eru á rnilli hólanna og
dimmgrænar tjarnir í sumurn. Ekki þótti mér fýsilegt að vera
þarna einn á ferli. Síðasti spölurinn að Bleikjuholtinu liggur um
Hólana og er sums staðar nokkuð á fótinn. Það er ekki fyrr en
komið er upp á efstu hæðina, að holtið blasir við. Og hvað er svo
þetta Bleikjuholt, sem dregið gat fólk í stórhópum til sín um
langan veg? Þangað höfðu Tungusveitungar riðið fjölmennir,
líklega oftar en einu sinni, í forvitniserindum einum. Ekki alls
fyrir löngu efndu Reykvíkingar til hópferðar og gengu á Mókolls-
dal svipaðra erinda. Um Kollfirðinga sjálfa þarf ekki að ræða í
26