Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 30
Þetta voru kynlegar mannaferðir, fannst mér, hefði varla undr-
ast meira að sjá Súðina sigla inn eftir Kollafirði. Um Mókollsdal
liggja engar ferðamannaleiðir. Þangað áttu yfirleitt ekki aðrir
erindi en smalar og grenjaskyttur.
En málið skýrðist. Nokkrum klukkustundum síðar kom lestin
framan að. Og nú stigu hrossin fastar til jarðar, þau báru þungar
klyfjar, poka fulla af bleikju. Það átti að flytja hana suður — eða til
útlanda héldu sumir. Bleikjupokunum var raðað eins og föngum í
hnapp á sjávargrundina fyrir neðan Stóra-Fjarðarhornstún.
Þessa daga rifjaði fullorðna fólkið upp, að einhver — víst út-
lendingur — hefði keypt Bleikjuholtið á 500 krónur fyrir mörg-
um árum. Nú væri hann líklega kominn að sækja bleikjuna.
Eg braut ekki heilann mikið um þetta. Næsta sumar var mitt
síðasta í Þrúðardal. Kom þangað ekki næsta aldarfjórðunginn.
Sumarið 1969 komst ég alla leið fram að Bieikjuholti. Flekaði
vin minn Gunnar Bjarnason á Akranesi með mér (eða hann mig).
í för með okkur slógust Sturlaugur Björnsson, mágur rninn og
Björn sonur hans. Við hrepptum foraðs óveður. Þeir feðgar voru
búnir forláta regnkápum, nýkeyptum. Þær hurfu gersamlega út í
veður og vind, nema hvað þeir héldu eftir einhverju af tölum og
hnappagötum. A heimleiðinni gerði úrfelli slíkt, að Gunnar hætti
að krækja fyrir bugðurnar á Þrúðardalsá, taldi sig ekki vökna
meira niðri í ánni en uppi á bakkanum.
Heimkominn úr þessari ferð tíndi ég saman eitt og annað um
Mókollsdalinn, einkum Bleikjuholtið. Fer sumt af því hér á eftir
með innskotum.
Eggert og Bjarni
í ferðabók sinni (II. bls. 55) 1886 getur Þorvaldur Thoroddsen
Mókollsdals. Reið hann þangað úr Gilsfirði. Ekki er þetta ýkjalöng
leið en þeim mun fáfarnari. Raunar þekki ég ekki annað dæmi um
mannaferðir þarna á milli. Þ.Th. er fremur fáorður um dalinn,
nefnir t.d. ekki steingervingana í Hrútagili, er hann þó einmitt á
leið til Steingrímsfjarðar að rannsaka surtarbrand og ríður yfir
28