Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 31

Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 31
gilið í um 200 metra fjarlægð frá steingervingalögunum. E.t.v. hefur staðurinn ekki verið kunnur orðinn á þessum tíma. Aftur á mód rifjar Þ. Th. upp prentaðar heimildir, sem láta Bleikjuholtsins getið, þ.e. ferðabækur þeirra Eggerts og Bjarna, Ó. Olaviusar og Nicolai Mohrs. Sjálfur bætir hann litlum fróðleik við um Mókollsdalinn, lýsir þó veðrum ógurlegum, sem þarna rífi upp stórar torfur og kasti hingað og þangað. Verður þá lítið úr tíkargjólu þeirri, sem við félagar hrepptum á þessum slóðum og áður er getið. Nú skulum við blaða um stund í framangreindum ferðalýsing- um og byrja á Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1752-1757. Þar segir: „Bleikja, það er mjög fíngerð, fitukennd jarðtegund, sem hittist upp til fjalla í Mókollsdal í Fellssókn í Strandasýslu. Langur hóll, sem Mókollshaugur heitir, eftir fornmanni, sem þar á að vera grafinn í heiðnum sið, er úr jarðtegund þessari. Tvö afbrigði eru til af henni, annað hvítt og fíngert en hitt er bleikt eða gulleitt og oft dálítið grófara. Fíngerða afbrigðið er límkenndara og seigara en hitt og þolir allvel eld og ólgar ekki í saltpéturssýru. Það er bragðlaust að mestu, en þurrt og barkandi. Bleika afbrigðið er lítið eitt súrt. Margir nota það sem duft og plástra við sár og meiðsli, og reynist það vel, og til þeirra hluta sækja menn bleikj- una langt að.“ Hér þarf að staldra við, því að sá grunur fer að læðast að manni, að þeir Eggert hafi ekki komið sjálfir að Bleikjuholdnu, þeir tala nefnilega um Bleikjuholtið og Mókollshaug sem eitt og sama tóbakið: „Langur hóll, sem Mókollshaugur heitir, er úr jarðteg- und þessari", segja þeir, en það er aðeins Bleikjuholtið, sem er úr „jarðtegund þessari,“ Mókollshaugur er aftur á móti klettahrygg- ur mikill, skriðurunninn og er margfalt stærri en Bleikjuholtið og milli þeirra er drjúgur spölur. Á þessu getur enginn villst, sem sér. Líklega hafa þeir skrifað þetta eftir minni og ruglast í ríminu, því að ýmsar lýsingar þeirra aðrar eiga ágætlega við. T.d. er lýsingin á sjálfri Bleikjunni hin skilmerkilegasta, og mun vera hin fyrsta, sem birtist á prenti. Þessi kynning þeirra á Bleikjunni tókst ekki verr en svo, að brátt upphófst slíkur áhugi á henni með Dönum, 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.