Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 39

Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 39
kíslinum ásamt nokkrum sandi eins og nr. 1. Sýran var einnig mjög sterk.“ Mohr er, eins og Olavius, sannfærður um að bleikjuflutningar til Kaupmannahafnar standi fyrir dyrum og íhugar eins og hann lausnir á ýmsum vanda í sambandi við flutningana. Gerir meira að segja samninga við bændur um að reiða bleikjuna til sjávar. „Af framangreindum mælingum má sjá,“ segir Mohr, „að mikið er af þessum fíngerða leir og taka mælingarnar þó einungis til greinilegustu hólanna. Efa ég ekki, að innan um hæðirnar í kring eru allmargar, sem í er jafnfíngerður og góður leir þeim, sem að framan er getið, ef betra tækifæri gæfist til að rannsaka þær með jarðbornum, því að í ‘á mílu fjarlægð og fjær í fjallshlíðinni í sunnanverðum dalnum í átt til sjávar, sjást hingað og þangað hæðir og bungur, sem eru huldar (jarðvegi) en sýna samskonar leir og hinar fyrri, þótt oftast sé hann blandaður aðskotaefnum á yfirborðinu. Augljóst er, að leirinn þarf að hreinsa, áður en hægt verður að nota hann í postulín, og mikið væri unnið, með tilliti til flutninga, sem bæði eru langir og erfiðir, ef hægt væri að gera það á staðnum, en þetta er óhugsandi, þar sem varla er til nægilegt vatn í grenndinni til að þvo sér um hendurnar eða hreinsa verk- færi sín að kveldi að afloknu dagsverki. Hins vegar gæti slík þvottastöð miklu fremur verið í Þrúðardalnum, sem leiðin til strandar liggur um, eða utan við bæinn Skriðinsenni, eða fast við sjóinn, við ána, sem fellur um dalinn. (Lækurinn Axlarkvísl rann 1969 og 1975 fast við Bleikjuholtið, og í bæði þessi skipti virtist vatnsmagnið nægilegt til þessara nota. Lækurinn hefur áreiðan- lega runnið þarna um langan aldur. Hann á upptök sín í Haug- hvolfinu skammt ofan við holtið og er notaður sem landamerki milli jarðanna Þrúðardals og Fells). Leirnámið er létt verk, því að ekki þarf annað áhalda en góðar skóflur, og moka má leirnum beint í tunnur eða poka. Eftir nákvæma samninga við fólkið, sem býr næst staðnum, hét það sýslumanninum og mér því, að flytja hverja tunnu frá hólun- um að Þorpum, næsta og hentugasta sjávarplássi, fyrir 16 sk., enda mætti það sjálft ákveða tímann til þess. Fyrir sama gjald og með 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.