Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 43

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 43
Daðadóttir. Þessar þrjár konur dóu allar á heimili foreldra minna meðan ég var enn á barnsaldri, með fárra ára millibili. Fengurn við systkinin því snemma að kynnast alvöru lífsins og mótlæti. Allar voru þessar konur okkur börnunum einstaklega góðar og kærar, og því söknuðurinn sár. En frá samverunni við þær eigum við enn margar hjartfólgnar minningar, og það er sannfæring mín, að börn sem aldrei kynnast öldruðu fólki og læra af lífsreynslu þess, fari margs á mis, sem annars kæmi þeirn til góða í lífsbaráttunni. Þá minnist ég Önnu Helgu Eiríksdóttur, ljósmóður, sem urn margra ára skeið var heimilisföst hjá foreldrum mínum og var ljósa okkar eldri systkinanna. Hún flutti síðar, er hún hætti ljós- móðurstörfum, til fósturdóttur sinnar, Arndísar Jónsdóttur að Höskuldsstöðum í Laxárdal. En Þórbergur Þórðarson gerði Arn- dísi fræga sem elskuna sína í Ofvitanum. Hennar vegna gekk Þórbergur inn alla Strandasýslu en missti þá kjarkinn og lét aldrei sjá sig heima á bænum. Eg var þriggja ára veturinn 1918, en sá vetur er enn í manna minnum og nefndur frostaveturinn mikli. Við hann eru tengdar mínar fyrstu minningar, og enn man ég eftir hjarninu sem huldi allt og Hrútafirðinum ísi þökturn. Þetta hélst frá 13. degi jóla og allt fram á vor. Varð þá lítið til fanga, er á leið, allar vörur uppgengnar á Borðeyri en eitthvað enn til bjargar á Hvamms- tanga. Tóku sig þá upp nokkrir bændur með hesta og sleða yfir Hrútafjörð þveran, þaðan yfir Heggstaðanes að Utibleiksstöðum og áfram yfir Miðfjörð til Hvammstanga. Man ég að ég var að snúast kringum menn og hesta á bæjarhólnum og horfði síðan eftir leiðangrinum hvar hann hélt út á ísinn á firðinum og hvarf mér von bráðar sjónum, enda ég ekki hár í loftinu og sjóndeildar- hringur minn ekki stór. Þetta er ein af mínum fyrstu bernskuminningum og ekki fer á milli mála hvaða ár þetta gerðist. Svona leiðangur var ekki farinn nema þetta eina sinn á þessari öld, og verður vonandi aldrei oftar. Eins og ég gat um, var á þessum árum tvíbýli á Stóru-Hvalsá, og á móti foreldrum mínum bjó þar móðurbróðir minn, Vigfús Guðmundsson. Kona hans var Steinunn Jónsdóttir en dætur þeirra Sólborg og Jóna Þórunn. Þá var og á heimili þeirra móður- 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.