Strandapósturinn - 01.06.1988, Page 44
Kristín Gróa Guðmundsdóttir og Sigfús Sigfússon.
afi okkar, Guðmundur Nikulásson. Lést hann þar þegar ég var
5—6 ára gamall, og man ég glöggt þann atburð. Ekki man ég þó
útlit afa rníns, en sagt var mér að ég líktist honum og fannst að því
heiður. Fleira aldrað fólk mun hafa verið á heimili „Fúsa frænda“,
eins og við systkinin kölluðum hann, en það var fólk okkur vanda-
laust, og læt ég nú útrætt um heimilisfólk.
Við systkinin höfðurn snemma yndi af skepnunum, en hestar
urðu mér strax hugleiknastir. Eg man greinilega reiðhesta for-
eldra minna, Stjarni hét reiðhestur pabba, en hryssan Skoppa var
reiðhross mömmu. Bæði voru hrossin brún og Stjarni, eins og
nafnið segir og mynd af honum sýnir, með stjörnuna sína í enni.
Fleira af hrossunum á bænum man ég glöggt, eitt þeirra var
hryssan Kinna, en hún hrapaði til dauðs á svokallaðri Tæpugötu
fyrir neðan eyðibýlið Arbakka, sem er um hálfrar stundar gang
frá Stóru-Hvalsá. Arbakki hafði farið í eyði um síðustu aldamót.
Þá minnist ég líka kúnna Surtlu og Flóru, en þær voru okkur
42