Strandapósturinn - 01.06.1988, Page 46
Guðbjörg María Sigfúsdóttir
frá Stóru-Hvalsá
Ættarmót á
Stóru-
Hvalsá.
Á undanförnum árum hefur það mjög færst í vöxt að skyldfólk
taki sig saman og haldi ættarmót, á einhverjum vinsælum stað, og
er þá sumarið oftast valið til þess að hittast, oft einhvers staðar úti á
landi á góðum stað til dæmis í heimahéraði ættarinnar, því flestar
ættir eiga rætur sínar að rekja í sveitir landsins, þó margir séu nú
búsettir í bæjum eða þéttbýliskjörnum.
Eitt slíkt ættarmót var haldið fyrir rúmum tveim árum, eða
nánar tiltekið þ. 9. mars 1985 í Domus Medica í Reykjavík.
Þar hittust eitthvað á þriðja hundrað manns, niðjar og makar
hjónanna á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði, þeirra Kristínar Gróu Guð-
mundsdóttur og Sigfúsar Sigfússonar, en þau bjuggu allan sinn
búskap á Stóru-Hvalsá. Móðir mín var fædd á Kollsá 8. október
1888 en fluttist eins árs að Stóru-Hvalsá og ólst þar upp hjá
fósturforeldrum sínum, þeim Guðbjörgu Helgadóttur og Guð-
mundi Guðmundssyni. Faðir minn var fæddur 7. ágúst 1887 á
Eyjum í Kaldrananeshreppi. Foreldrar hans, Salome Þorbergs-
dóttir og Sigfús Bjarnason, fluttust til Isafjarðar nokkru eftir
aldamótin, en faðir minn ílentist í Strandasýslunni. Foreldrar
mínir gengu í hjónaband 30. júlí 1910. Þau eignuðust 14 börn, það
44