Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Page 57

Strandapósturinn - 01.06.1988, Page 57
Ágústsson hálfbróðir minn kvæntur og búsettur í Kjós, en býr nú, þegar þetta er ritað, á Kirkjubóli í Valþjófsdal. Þegar það gjörðist er brátt segir frá, var Sörli fjarverandi og svo kona hans. Við móðir mín sváfum ekki saman lengur. Svaf hún hjá systrum mínum, en ég í legubekk undir glugga í stofunni, beint andspænis dyrunum. Þetta kvöld var ég nýlega sofnuð, en vaknaði fljótlega aftur. Var þá móðir mín nýbúin að slökkva ljósið, en ekki sofnuð. Talaði hún til mín. Við það sneri ég mér fram í bekknum þannig að ég sá til dyranna. Dimmt var inni en þó grillti ég í eitthvað kolsvart fram við dyrnar. I byrjun varð ég ekkert hrædd, reis þó upp við dogg til að athuga þetta betur. Hugði ég að þar hlytu að hanga föt nokkur. Varð mér því eigi um sel, er ég sá þarna kolsvartan strók leggja af stað og stefna að rúmi móður minnar. Heyrði ég greinilegt fóta- tak, líkt og þrammað væri á stígvélum. Furðaði mig, að ekkert andlit gat ég greint á þessari veru. Hefi ég aldrei fyrr eða síðar orðið lostin þvílíkri skelfmgu sem í þetta sinn. Kom ég ekki upp hljóði í nokkur augnablik. En loksins þegar það tókst, kallaði ég til móður minnar og bað hana að kveikja ljós. Gerðu hún það þá þegar. En svo var svipur þessi magnaður, að eigi hvarf hann mér sjónum fyrr en móðir mín hafði kveikt á eldspýtunni. Þá virtist mér hann leysast í sundur. Var ég þá svo ofsalega hrædd, að móðir mín varð að vaka yfir mér um nóttina. Seinni hluta næsta dags bar ókenndan mann að garði. Hann var nokkuð ölvaður. Snaraðist hann inn án þess að heilsa og gekk beint inn úr dyrunum að kistu, sem stóð aftan við rúm móður minnar. Var það nákvæmlega sama leiðin og ég sá svarta svipinn þramma um nóttina áður og því eins og leyniþráður lægi þar á milli. 3. Pálmi Er ég var 18 ára, átti ég heima í húsi Sigurgeirs föðurbróður míns á Sauðárkróki. Gekk ég þá með eldra son minn. Þetta var í janúarmánuði og ég var lasin og rúmföst. Að líkindum hefir einhver höfgi sigið að mér, þótt mér fyndist ég vaka. Virtust mér þá dyrnar opnast og inn kom maður sem ég þekkti ekki. Var hann 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.