Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 70

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 70
baðstofunni þegar á þessum fundum stóð. Mér er nokkuð minnis- stæður einn slíkur fundur. Kringum stofuborðið sátu fimm virðu- legir miðaldramenn með alvörusvip. Allir nokkuð reyndir í lífs- baráttunni og höfuð unnið tiltrú sveitunga sinna. Þessir menn lögðu á útsvör og önnur opinber gjöld eftir efnum og ástæðum fólksins sem þau átti að greiða, og tillitssemi og skilningur á högum náungans réði mestu um útkomuna. Talnaleikurinn var ekki langt fjarri hinum mannlega þætti lífsframvindunnar. Á þessum fundi þurfti hreppsnefndin að taka til meðferðar tvö mál sérstaklega. Annað var að ráða farkennara eða eftirlitskennara vegna barnafræðslunnar í sveitinni og hitt að útvega athvarf og helst einhverja iðju gömlum manni sem mæddur af volki lífsins hafði leitað aftur heirn á náðir sveitar sinnar eftir langa og stund- um áfallasama útivist. Eg hygg að á þessum árum hafi verið talsvert skiptar skoðanir um gildi fræðslulaganna og margir álitið að bókvitið yrði tæpast í askana látið. Ymsir hyggnir góðbændur voru lítt að sér í tölvísi og ekki mikið upp á bókaramennt en ráku þó bú sín með myndarbrag og áttu talsvert margar kringlóttar í kistuhandraðanum. Þeir hugsuðu vel um sig og sitt og miðuðu kröfurnar við eigin getu. En nú voru komin lög í landið sem röskuðu á margan hátt þeim forsendum sem þeir höfuð lifað eftir, að ákvarða sjálfir án teljandi afskipta löggjafans viðhorf sitt til bóklegra fræða og notagildis þeirra. En lög voru lög og þeim bar að framfylgja, helst þó þannig að ekki kæmi til mikilla útgjalda úr hinum sameiginlega sjóði hreppsfélagsins. Það var einmitt þetta vandamál sem sveitarstjórnin var að fást við. Og svo var það gamli maðurinn, allir voru á einu máli um að honum yrði að ráðstafa á sómasamlegan hátt. Þessi gamli maður var í mörgu tilliti fróðari og þó sérstaklega víðförulli en almenningur heima í sveit- inni sem nú átti að sjá honum farborða. Hann hafði meðal annars verið úti í Noregi og komist þar í kynni við predikara og tekið þátt í þeirra trúboði. Hann var læs vel, þekkti nokkuð til reikningslistar og sjálfsagt sæmilega skriftlærður. Með öðrum orðum, stóð sjálf- sagt á þessu sviði nokkru framar fjöldanum. Það sem nú lá fyrir hreppsnefndinni var að leysa mál þessa auðnulitla förumanns og fá einhvern til að annast eftirlit með barnafræðslunni. Án efa voru 68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.