Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 71

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 71
þeir sem um þetta fjölluðu allir af vilja gerðir til að finna bestu lausnina og innan skamms var hún líka í sjónmáli. Gamli maður- inn skyldi ráðinn eftirlitskennari í sveitinni og þeim sem hlut áttu að máli gert skylt að veita honum þá fyrirgreiðslu sem með þurfti, til dæmis fæði og húsaskjól á ferðalögum og fylgd milli bæja því hann var orðinn fótfúinn og seinfær. Fræðslunefndin sem sam- kvæmt laganna hljóðan hafði síðast orðið í þessu máli, samþykkti fúslega þennan gjörning og fannst sem með honum væri leystur hennar hlutur á farsælan hátt. Þessi gamli maður varð svo fyrsti utanheimiliskennari sem ég hafði af að segja, ekki þó þannig að hann nokkru sinni kenndi mér, en hann kom og kynnti sér kunn- áttu mína eins og annarra barna í sveitinni og gerði það með nokkuð sérstökum hætti. Þegar hann lét mig lesa setti hann mig við hlið sér, opnaði bókina, valdi handa mér lesefni og fylgdi svo línunum með vísifingrinum á hægri hendi og las sjálfur með mér textann, stundum full svo hratt og ég. Þegar við þannig höfðum komist saman yfir eina og hálfa blaðsíðu lokaði hann bókinni, klappaði á kollinn á mér og sagði: „Já, þetta var gott hjá þér góði minn, það er vissulega satt.“ Þegar ég svo skyldi reikna skrifaði hann dæmi á spjaldið mitt, útskýrði það nákvæmlega fyrir mér og þegar ég hafði leyst það endurtók hann sömu setningarnar „Þetta var gott hjá þér góði minn, það er vissulega satt.“ Þessi lokasetn- ing, það er vissulega satt, mun hafa verið lokaorðin á predikunum hans á þeim árum sem hann var að boða fólki hin einu sönnu lífssannindi og vara það við vélabrögðum djöfulsins og þess vegna verið honum svo munntöm. Líklega fékk ég góða einkunn á barnaprófi um vorið þó ekki nyti ég þá í jafn ríkum mæli aðstoðar prófdómarans og hjá blessuðum gamla manninum. En þó allir væru sjálfsagt ekki jafn fullvissir um gildi þessarar fræðslu, þá var þó visst atriði í framkvæmd hennar sem vakti nokkra athygli og olli því að almenningur gaf henni talsverðan gaum. Þegar krakk- arnir þrettán ára gamlir höfðu lokið sinni skólaskyldu með fulln- aðarprófi voru einkunnir þeirra lesnar upp í heyranda hljóði á vorhreppsskilum. Þannig varð almenningi kunnugt hvernig fræðslunni hafði verið fram fylgt og hver árangur hafði náðst. Einkunnir voru gefnar frá 1 upp til 8 og auk þess millistig milli 69
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.