Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 73
gamall var ég innritaður í Kennaraskóla íslands, sem þá var
stjórnað af hinum mæta manni séra Magnúsi Helgasyni. Hvers
vegna fór ég í þennan skóla? Það var alls ekki ákvörðun mín að
verða kennari. Hins vegar var hann sagður vera góð menntastofn-
un og einnig áttu foreldrar mínir vini í Reykjavík, Guðjón Guð-
laugsson sem lengi var kaupfélagsstjóri á Hólmavík og þingmaður
Strandamanna og Jóneyju Guðmundsdóttur konu hans. Hjá
þeim skyldi ég dvelja þennan fyrsta námsvetur fjarri föðurhúsum
og auðvitað hefur þeim verið falið að gæta þess að unglingurinn
yrði ekki veraldarglaumnum að bráð. Víst gerðu þau blessuð hjón
það sem þeim var unnt til að forða mér frá öllum solli og óhollum
áhrifum, jafnt stelpunum í Pólunum þegar þær komu að sækja
mjólkina í Hlíðarendafjósið á kvöldin og kommúnistafundunum í
Bröttugötu. Bröttugötufundirnir rugluðu aldrei mína sansa, mér
þótti að vísu gaman að heyra Einar Olgeirsson tala vegna þess hve
mælskur hann var, en boðskapurinn sem hann flutti höfðaði ekki
til mín. Öðru máli var að gegna með kvöldfundina í fjósinu, þeir
voru ekki alvegjafn áhrifalausir. Tobba, gömul eineygð kona, var
þar jafnan á ferli sem nokkurs konar velsæmisvörður og Jóney,
blessuð húsfreyjan með sitt hlýja móðurlega bros, laus við alla
fordóma áleit áreiðanlega ekki í mikið óefni stefnt þó að ég hefði
stundaránægju af návist þessara bráðlaglegu telpna, sem komu
með mjólkurbrúsann sinn í fjósið. Hún vissi sem var, að ég var
uppburðarlaus sveitamaður sem lét heldur lítið að mér kveða á
þeim árum. En ekki neita ég því að stundum var þykkur reykur-
inn úr pípunni hans Guðjóns, þegar hann vissi mig hafa verið á
þessum hættuslóðum og áminnti Eyju sína um að hafa gát á
samskiptum mínum við Pólastelpurnar. Þessi fyrsti vetur minn í
Kennaraskólanum var um flest mjög ánægjulegur og hefði getað
markað tímamót í lífi mínu. Eg var sæmilega undirbúinn þegar ég
kom í skólann og veittist námið því ekki erfitt og heim fór ég um
vorið með þá ákvörðun að snúa námsbraut minni til annarrar
áttar. En örlögin skipuðu málum þannig að mörg næstu ár var ég
heima og fór hvergi í skóla. Sumarið f927, þann 14. ágúst lést
Halldór bróðir minn og lengi eftir það áfall má kalla að heimilið
væri í sárum þó ekki væri hátt yfir látið. En um skólagöngu mína
71