Strandapósturinn - 01.06.1988, Blaðsíða 76
eðliseiginda í fari mannsins sem honum sjálfum og því samfélagi
sem hann lifir í mega helst að gagni verða. Eftir nokkrar vanga-
veltur og eindregna hvatningu frá Guðmundi Þ. skrifa ég skóla-
stjóra Kennaraskólans sem þá var Freysteinn Gunnarsson og fer
þess á leit að mega koma suður síðla vetrar 1933 og sitja í skólanum
fáar vikur og freista þess svo að taka próf upp í þriðja bekk. Eg fæ
skjót svör. Skólastjórinn segir mér að námskröfur skólans hafi
aukist talsvert frá því veturinn 1926-27 er ég sat í fyrsta bekk og ef
ég hafi ekkert fengist við nám síðan geti þetta orðið mér erfítt, —
en þér megið koma og þér ábyrgist sjálfur. Það verður svo að
samkomulagi milli mín og námstjórans að faðir minn Matthías
Helgason skuli annast kennsluna þann tíma sem eftir verði þegar
ég fari. Nú mætti ætla að ég hefði byrjað að búa mig undir
væntanleg átök við prófíð á komandi vordögum. Jú, ég las mann-
kynssögu býsna vel, sú námsgrein snerti mitt áhugasvið, einnig las
ég talsvert af dönskum reifurum sem ég reyndar hafði gert áður
og að vissu leyti kom mér að gagni, en þá var líka upptalið, annað
varð að bíða og svo láta reyna á til hvers ég dygði þegar á hólminn
væri komið. Eg hafði líka nóg að gera við að sinna kennslunni,
krakkarnir voru margir á aldrinum 10—13 ára og því talsvert við að
fást ættu þessir misgömlu aldurshópar að fá verkefni og leiðbein-
ingar hver við sitt hæfí, auk þess sem börn eru alltaf misjafnlega
gefín fyrir bóknám. Þetta lánaðist þó eftir vonum í flestum tilfell-
um. Hins vegar heyrði ég það haft eftir krökkunum að þegar faðir
minn tók við hefði þeim fundist hann öllu mildari í samskiptum
og ekki eins eftirgangssamur og ég. Líklega var ég ekkert kenn-
araefni, en það skipti ekki máli eins og komið var. Ég hafði
ákveðið að ljúka þessu prófí og hafði ekki hug á að hverfa frá þeim
ásetningi. — En þegar ég heyrði minnst á þessa mildi föður míns
varð mér til þess hugað þegar hann var að kenna mér og krafðist
þess að ég lærði allt námsefni utanbókar svo að þar mátti ekki
orðinu halla. Og það verð ég þó að segja, að sumir kaflarnir í
íslandsögu Boga Th. Melsteð voru fremur torlærðir fyrir tólf ára
krakka. En seinna fann ég vel hve þetta nám var mér mikils virði.
Margar staðreyndir um menn og málefni sem ég ungur nam svo
gaumgæfilega gleymdust ógjarnan og fullorðinn gat ég svo dregið
74