Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 80

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 80
einhverjum til fróðleiks að rekja æskuminningar mínar um smá- bátaútgerðina í Tungusveit. Þegar ég var innan við tíu ára aldur minnist ég þess, að hver bóndi, sem bjó við sjó að einum undanskildum, átti bát og reri með lóðir á haustin eða lét róa honum undir formennsku annarra. Áður höfðu þar að auki nokkrir dalabændur gert út báta, þótt dregið hefði úr sjósókn þeirra um þær mundir. Ég man að séra Jón Brandsson áttu skektu, sem hann hafði við selalagnirnar og til að fara á í Hólmann um varptímann, en fiskiróðrar voru þá ekki stundaðir lengur frá Kollafjarðarnesi. Magnús Jónsson á Hvalsá átti bát, sem Haukur var nefndur og réri honum á haustin frá Hvalsá. Magnús var móðurbróðir Ágústs Benediktssonar, sem nú (1968) býr á Hvalsá. Þá átti Jón Guðmundsson í Þorpum tvo báta, sem stundum var róið báðum í senn, a.rn.k. um tíma að haustinu. Hét sá stærri Gustur, en hinn var alltaf kallaður Litli báturinn. Jón var athafna- maður og góður smiður bæði á tré og járn. Hann var þekktur bátasmiður, frábær sjómaður og orðlögð skytta. Hann tók á móti fiski og saltaði. Eitthvað mun hann hafa vaskað og þurrkað af fiski á vorin þó að í smáum stíl væri. Ég man líka eftir Bjarna Björnssyni á Huga sínum, sem hann réri alltaf frá Þorpum. Bjarni átti þá heima á Broddanesi. Bátur hans fórst í Leiðunum inn á Kollafjörð fyrsta vetrardag árið 1917. Skipverjar voru fjórir og drukknuðu þeir allir. Stærsta og umsvifamesta verstöðin í sveitinni var á Smáhömr- um. Þar bjó Björn Halldórsson og átti fjóra báta. Þeim var að vísu ekki öllum róið samtímis á haustin, en þó kom það fyrir og eins var það oft, að Vestanmenn frá Djúpi réru bátum, sem Björn átti, þann tíma, sem þeir voru, sem venjulega var frá því íjúlí og þar til um eða eftir leitir. Stærstur af bátum Björns þá var Silungur. Hann var sagður stórt fimmmannafar, en var eiginlega sexæring- ur. Heyrði ég sagt, að farið væri á honum til hákarlaveiða út á Hnúfur og lengra út í Flóa. Ég man aðeins eftir Silungi þegar ég var drengur, hann var þá á hvolftrjám innst í Vognum (þ.e. Smáhamravogi). Hans tíð var að verða búin eins og gengur. Sæbjörninn var aftur á móti nýlegur bátur, stórt fjögramannafar, 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.