Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 81

Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 81
en skipverjar voru ýmist fimm eða sex. Held ég að það hafi verið full þungróið á honum fyrir fjóra, þó að það væri gert stundum. Guðbrandur sonur Björns á Smáhömrum var með Sæbjörninn og var alltaf formaður fyrir föður sinn þangað til hann fór sjálfur að búa og gera út eigin bát, sexæring, sem hét Hringur. Tók þá fóstursonur Björns, Jónatan Benediktsson (síðar kaupfélags- stjóri) við formennsku á Sæbirninum og var með hann um skeið. Einn báturinn, sem Björn átti, hét Blíðviður. Það var liðlegt fjögramannafar, sem pabbi minn Jónatan Árnason var formaður á, fyrstu árin sín á Smáhömrum. Seinna var hann með Sval í mörg haust, en það var fjórði bátur Björns um þær mundir. Svalur var þriggja rúma bátur, mjór og borðlágur miðað við lengd hans. Á þessari fleytu var faðir minn hætt kominn, þegar hann varð að hleypa yfir Steingrímsfjörð í rokinu mikla 4. okt. 1912, er Sigurð- ur Kárason fórst með þrem hásetum sínum. En þeir á Sval náðu landi fyrir utan Malarhorn norðan við Drangsnes. Það var hvort tveggja að Björn á Smáhömrum var dugnaðar- og athafnamaður, enda hafði hann góða aðstöðu. Hann tók á móti öllum fiski, sem fór í salt á Smáhömrum, bæði fyrir Kaupfélag Steingrímsfjarðar og R.P. Riis kaupmann, sem rak verslun bæði á Hólmavík og Borðeyri. Fiskurinn var lagður inn flattur í þá daga. Svo var saltfiskurinn fluttur til Hólmavíkur fyrir jól, nema sá hluti hans, sem Björn vaskaði og þurrkaði með fólki sínu á vorin og var síðan fluttur fullþurrkaður í kaupstaðinn. Fiskurinn var alltaf breiddur og þurrkaður á malarreitum í Ytri-Tanganum fyrir utan Voginn. Talsverð hákarlaútgerð var einnig frá Smáhömrum allan vetur- inn frá jólaföstu þegar gaf á sjó. Lifrin var brædd í stórum potti inni í Tanga. Þar stóðu og hjallar, þar sem hákarlinn var þurrkað- ur. Fyrrum hafði Björn gert út hákarlaskip frá Gjögri. Hét það Kringlan og var sexæringur. Jón Guðmundsson í Þorpum var venjulega formaður á Kringlunni. Hann var eins og áður er sagt afburðagóður sjómaður og þrekmenni. Með þessari umfangsmiklu útgerð og fiskverkun hafði Björn á Smáhömrum allstórt bú eftir því sem þá var um að ræða, þannig að segja mátti um hann eins og Skallagrím forðurn, að fjárafli hans 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.