Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 82
stóð á mörgum fótum. Þess nutu og margir að þar var velmegun í
búi.
Björn var kvæntur mikilhæfri konu, Matthildi Benediktsdótt-
ur, er áður hafði átt Guðbrand Jónsson frá Broddanesi, sem féll
frá á besta aldri.
Eg hef verið margorður um athafnalífið á Smáhömrum, enda
hvort tveggja, að ég var öllum hnútum kunnugur á þeim bæ og
þar var líka mest um að vera í allri sveitinni og þótt víðar væri
leitað. Finnst mér vel viðeigandi að láta fljóta hér með tvær vísur
um Björn eftir Guðjón Hjálmarsson í Heiðarbæ, sem var mágur
Björns, átti fyrir konu Guðrúnu Halldórsdóttur. Vísurnar eru úr
sveitarrímu sem ort var haustið f907.
Hamra smáa byggir best,
Bj 'órn við stjá ei hyskinn.
Hann um sjáinn hugsar mest,
helst vill ná í fiskinn.
Björn hreppstjóri byggir á
báta fjóra að liði,
orkustór vill oftast sjá
öldujór á miði.
Það var róið fleiri báturn frá Smáhömrum en þeim, sem Björn
átti. Halldór Hávarðsson frá Bolungarvík réri þar mörg sumur.
Kona hans hét Halldóra og var systir Björns. Halldór átti bát, sem
hann flutti alltaf með standferðaskipi þegar hann kom að vestan
og fór með hann heim á sama hátt á haustin. Báturinn hans hét
Búskur.
Eg man einnig vel eftir Guðjóni Brynjólfssyni frá Broddadalsá.
Hann réri alltaf á Smáhömrum og það jafnvel eftir að hann var
farinn að versla á Hólmavík. Hann var með bát, sem hét Valur og
áttu þeir hann saman frændurnir, Guðjón og Benedikt Guð-
brandsson áður en sá síðarnefndi, sem var stjúpsonur Björns
Halldórssonar, fór til Ameríku, en eftir það átti Guðjón hann
einn.
80