Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 96
honum á brúna. Þegar Andrés sér brúna segir hann: „Ég get ekki
farið þessa brú, ég fæ svima.“ „Þá ber ég þig yfir ána annars
staðar," segi ég þá við hann. Það voru skarir að ánni og krap á milli
þeirra ekki dýpra en upp í rass eða svo. Ég bar Andrés þarna yfir
ána og setti hann á skörina fyrir handan. Þar kvaddi hann mig og
þakkaði með mörgum kossum fyrir þennan greiða sem lítill var.
Svo hélt hann brosandi áfram ferð sinni léttur í spori.
En þetta varð hans síðasta ferð. A leiðinni til baka inn sýslu varð
hann bráðkvaddur.
Þann 26. febrúar 1974 kom ógurlega mikið hlaup í ána og
jakaburður. Var það langtum rneira en ég hef áður eða síðar
þekkt. Stöðvarhúsið fór í kaf nema þakið, en veggir hússins eru
um 3,5 m á hæð. Ekki skemmdist rafstöðin eða stíflan, en göngu-
brúin fór. Steypti stöpullinn hefur ekki sést síðan. Hann hefur
líklega borist til sjávar, 3 — 400 m leið.
Stundum getur vatnið í ánni orðið svo lítið að stöðin gangi ekki á
fullu. Oft minnkar vatn snögglega daginn fyrir hláku. Þetta kem-
ur heim við það sem Skúli Guðmundsson, sem hér bjó í tvíbýli við
föður minn, sagði við mig einu sinni: „Það kippa allar uppsprettur
að sér fyrir hláku.“ Fróðlegt væri að vita hvort einhver skýring er á
þessu.
Einu sinni þegar ég kom ofan að rafstöð til eftirlits var hrafn
fastur í minkaboga, sem þar hafði verið lagður. Hrafninn var
ósærður, aðeins fastur í boganum á einni kló. Annar hrafn var
hoppandi skammt frá og krunkaði ógurlega meðan ég losaði
krumma úr boganum. Þó að krummi geti stundum verið leiðin-
legur, kom mér ekki annað til hugar en að sleppa hrafninum, sem
ég hélt á. Hann flaug því burt ásamt félaga sínum og krunkuðu
báðir ánægjulega.
Loks er að geta um nokkur tæki, sem tilheyra rafmagninu og
fyrst komu. Ljósin setja mestan svip á. Eldavél kom strax og
straubolti og ofnar fljótlega. I sambandi við eldavélina kemur mér
í hug, að foreldrar mínir munu hafa alist upp þegar hlóðaeldhús
voru allsráðandi. Svo komu kolaeldavélar, sem brenndu líka
heimafengnu elsneyti. En nú var rafmagnseldavélin komin og þar
með höfðu foreldrar mínir kynnst þriðja tímabilinu í þessari
94