Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 96

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 96
honum á brúna. Þegar Andrés sér brúna segir hann: „Ég get ekki farið þessa brú, ég fæ svima.“ „Þá ber ég þig yfir ána annars staðar," segi ég þá við hann. Það voru skarir að ánni og krap á milli þeirra ekki dýpra en upp í rass eða svo. Ég bar Andrés þarna yfir ána og setti hann á skörina fyrir handan. Þar kvaddi hann mig og þakkaði með mörgum kossum fyrir þennan greiða sem lítill var. Svo hélt hann brosandi áfram ferð sinni léttur í spori. En þetta varð hans síðasta ferð. A leiðinni til baka inn sýslu varð hann bráðkvaddur. Þann 26. febrúar 1974 kom ógurlega mikið hlaup í ána og jakaburður. Var það langtum rneira en ég hef áður eða síðar þekkt. Stöðvarhúsið fór í kaf nema þakið, en veggir hússins eru um 3,5 m á hæð. Ekki skemmdist rafstöðin eða stíflan, en göngu- brúin fór. Steypti stöpullinn hefur ekki sést síðan. Hann hefur líklega borist til sjávar, 3 — 400 m leið. Stundum getur vatnið í ánni orðið svo lítið að stöðin gangi ekki á fullu. Oft minnkar vatn snögglega daginn fyrir hláku. Þetta kem- ur heim við það sem Skúli Guðmundsson, sem hér bjó í tvíbýli við föður minn, sagði við mig einu sinni: „Það kippa allar uppsprettur að sér fyrir hláku.“ Fróðlegt væri að vita hvort einhver skýring er á þessu. Einu sinni þegar ég kom ofan að rafstöð til eftirlits var hrafn fastur í minkaboga, sem þar hafði verið lagður. Hrafninn var ósærður, aðeins fastur í boganum á einni kló. Annar hrafn var hoppandi skammt frá og krunkaði ógurlega meðan ég losaði krumma úr boganum. Þó að krummi geti stundum verið leiðin- legur, kom mér ekki annað til hugar en að sleppa hrafninum, sem ég hélt á. Hann flaug því burt ásamt félaga sínum og krunkuðu báðir ánægjulega. Loks er að geta um nokkur tæki, sem tilheyra rafmagninu og fyrst komu. Ljósin setja mestan svip á. Eldavél kom strax og straubolti og ofnar fljótlega. I sambandi við eldavélina kemur mér í hug, að foreldrar mínir munu hafa alist upp þegar hlóðaeldhús voru allsráðandi. Svo komu kolaeldavélar, sem brenndu líka heimafengnu elsneyti. En nú var rafmagnseldavélin komin og þar með höfðu foreldrar mínir kynnst þriðja tímabilinu í þessari 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.