Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Page 103

Strandapósturinn - 01.06.1988, Page 103
fræðum. Gagnrýndi hann mjög presta og meðferð þeirra á kenn- ingunni. Fór hann því sjaldan til kirkju. Var sagt, að eitt sinn hefði Hallvarður verið við Árneskirkju og hlýtt á messu. Sat hann þá á dyraþröskuldi kirkjunnar og hafði skorpinn skinnstakk yfir höfði sér. Eitthvað fór boðskapur prestsins fyrir brjóstið á honum, því er leið á ræðuna sneri hann sér við á þröskuldinum og sá prestur eftir það aðeins í bakhlutann á honum. Að rnessu lokinni ræddu þeir prestur saman og sagði Hallvarður þá við prest að hann hefði farið stelandi og Ijúgandi í stólnum því þrjár tilvitnanir í ræðu hans hefðu verið stolnar frá öðrum og rangfærðar. Þótt kenning prestanna væri Hallvarði oft lítt að skapi var hann sagður trúrækinn og til marks um það bar hann ævinlega á sér Passíusálma Hallgríms Péturssonar og hafði tilvitnanir í þá á reiðum höndum ef ástæða þótd til. Ótrúleg björgun úr sjávarháska Eins og áður er sagt var Hallvarður hið mesta þrekmenni. Þótt hann væri afburða ferðamaður á landi var hann ekki síðri á sjó. Verslunarferðir hans voru oft langar og erfiðar en hann sótti einnig sjóinn af miklu kappi enda fiskinn vel. Lenti hann þá oft í hrakningum og volki sem reyndi mjög á þrek hans og vitsmuni. Af slíkum ferðum eru til margar sögur. Hér er ein slík: Einn vetur sem oftar fór Hallvarður í hákarlalegu ásamt Jóni bróður sínum. Mikill hafís lá fyrir landi. Gerði þá stórviðri mikið og brotnaði báturinn við ísinn, en þeir bræður komust upp á ísjaka með nesti sitt og tvo bjarnarfeldi en í þeim sváfu þeir í slíkum sjóferðum. Isinn rak austur með landi og eftir nokkra daga voru þeir staddir úti fyrir Skagafirði. Sáu þeir þá bát á hvolfi. Tókst þeim að ná honum. Eftir mikla þrekraun gátu þeir snúið bátnum við, ausið hann þurran og fleytt sér á honum til lands. Komu þeir að landi undir Tindastóli og þar brotnaði báturinn. Þeim tókst að bjarga sér í land og ganga að Reykjum á Reykja- strönd þar sem þeir fengu alúðarmóttökur. Þaðan gengu þeir síðan að Spákonufelli á Skagaströnd og komust síðan með viðar- flutningsmönnum vestur á Strandir og heim. Um þetta ævin- týraferðalag orti Hallvarður eftirfarandi vísu: 101 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.