Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 104
Okkur brœður undan rak á ísi köldum
en svo lífi og hlýju héldum
hvíldum við á bjarnarfeldum.
Ævilok Hallvarðar
Samkvæmt því sem fyrr er sagt flutti Hallvarður í Skjaldabjarn-
arvík þegar hann var kominn um sextugt og hefur hann þá verið
búinn að lifa sitt fegursta. Nokkrum árum síðar fluttist frændi
hans er Jón hét, til hans og bjó á móti Hallvarði. Var talið, að
Hallvarður ætti skræður ýmsar með galdrastöfum sem hann
brenndi uppi á fjalli haustið áður en hann dó.
Þegar Hallvarður fann, að dauðinn nálgaðist samdi hann ræðu,
sem hann vildi að yrði lesin yfir kistu sinni. Banalegan varð stutt
og andaðist hann á heimili sínu saddur lífdaga. Mælti hann svo
fyrir, að leggja skyldi Passíusálmana með sér í kistuna.
Kirkjusókn átti Hallvarður að Arnesi í Trékyllisvík og átti að
jarða hann þar. En þegar flytja átti kistuna þangað sjóveg gerði
tvívegis svo mikið óveður að hætta varð við, en um flutning á landi
var ekki að ræða. Var þá brugðið á það ráð að grafa kistuna í
túnfætinum í Skjaldabjarnarvík. Og þar Hggur blessaður karlinn
nú sáttur við guð og menn.
Hallvarðar er víða getið og að góðu einu. Hann var „frómur,
fáskiptinn, vel að sér, skáldmæltur, mikilmenni og hraust-
ur‘ll> . . . „Hann var skáld gott, listaskrifari og kunn þjóðsagna-
persóna“* 2), segja þeir, er um hann hafa ritað. Betur færi að fleiri
fengju slík eftirmæli.
Um leiði Hallvarðar
Þótt nærri tvær aldir séu liðnar frá dauða Hallvarðar lifir minn-
ingin um hann góðu lífí. Abúendur Skjaldabjarnarvíkur hirtu um
'* Jón Guðnason: Strandamenn. Æviskrár 1703-1953. Rv. 1955.
2) Kristinn Kristmundsson og Þórleifur Bjarnason: Sléttuhreppur. Fyrrum Aðal-
víkursveit. Byggð og búendur. Rv. 1971.
Aðalheimild um Hallvarð er að öðru leyti Vestfirzkar sagnir. Safnað hafa Arngrímur
Fr. Bjarnason og Helgi Guðmundsson. (II. b.) Rv. 1945.
102