Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 106

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 106
Laugardaginn 16. ágúst 1986 var lagt af stað með steininn og komið um kvöldið að Munaðarnesi. Heldur rysjótt veður hafði verið þann dag og töldu kunnugir, að ólendandi hefði verið við þær aðstæður í fjörunni fyrir framan bæinn í Skjaldabjarnarvík. En um nóttina lægði, og sunnudagsmorgunninn rann upp bjartur og fagur með ládauðan sjó. Var þá ekki eftir neinu að bíða. Báturinn settur á flot, steininum komið þar fyrir og svo haldið af stað. Bátnum stjórnaði Jón Elías Jónsson bóndi á Munaðarnesi, sonur Pálínu. Aðrir sem þátt tóku í förinni voru: Pálína húsfreyja á Munaðarnesi, Guðlaug dóttir hennar, Anna systir Pálínu, fyrr- um húsfreyja á Dröngum og þrjár litlar stúlkur, dætur Jóns. Systurnar, Pálína og Anna eru báðar fæddar í Skjaldabjarnar- vík og sagnirnar um Hallvarð þeim því mjög hugstæðar. Ferðin í áfangastað gekk að óskum. Eftir tveggja tíma siglingu vorum við komin að fjörunni fyrir framan bæjarrústirnar í Skjaldabjarnar- vík. Þar var kastað akkeri og síðan róið í land á smákænu sem höfð var með. Allt gekk þetta áfallalaust og innan stundar var áhöfn bátsins komin að leiðinu og farin að snyrta það til. Og svo var steininum lyft yfir grindverkið og hagrætt á leiði hins mæta manns. Þar með var aðalerindinu lokið. Við dvöldum þarna drjúga stund. Veðrið var óbreytt og ekkert lá á. Systurnar notuðu tækifærið og svipuðust um á kunnugum slóðum og rifjuðu upp bernskuminningarnar, sem þær áttu einar. Þegar sól tók að lækka á lofti var aftur ýtt frá landi. Leiðin lá heim að Dröngum. Þar dvelur Anna og fjölskylda hennar hvert sumar og annast um hlunnindi jarðarinnar, bæði reka og dún. Var ekki við annað komandi en að skreppa þangað heim og þiggja kaffisopa, sem veittur var af mikilli rausn. Og svo var haldið heim á leið í skini hnígandi sólar er varpaði gullnum geislum á láð og lög og sveipaði allt í töfrabirtu. Og Drangaskörðin urðu hluti af nýrri og ókunnri veröld á þeirri stundu. Hallvarður ætlaði sýnilega ekki að gera ferðina endasleppa. Uti á miðjum Ófeigsfjarðarflóa var tré á floti. Að sjálfsögðu var komið á það böndum og dregið til lands. Það var efni í nokkra girðingar- 104
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.