Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 109

Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 109
sjaldfengnari. Stundum komu menn með lúðu og man ég eftir stórlúðu sem Jóhannes, faðir Kristínar mágkonu minnar dró. Hann var meira en meðalmaður á hæð, en þó munaði litlu að lúðan væri jafn löng og karlinn. Mikil sfldargengd kom oft um og eftir mitt sumar og eru mér í minni svartar sfldartorfurnar með ský af kríum, ritum og mávurn yfir. Þessar torfur gengu inn í fjarðarbotn og voru alveg ótrúlega þéttar. Heyrði ég að Þorvaldur frá Vík, síðar pakkhúsmaður á Borðeyri hefði vaðið með fötu út af eyraroddanum þar, sökkt henni í sjóinn og komið upp með þrjár síldar í fötunni. Það var munur eða í ördeyðunni sem nú er. Svo fóru trollskipin að birtast og það var eins og við manninn mælt: Allur fiskur hvarf og ekkert veiddist. Trollaranir jusu upp fiskinum, hirtu síldina en hentu öllum öðrum fiski í sjóinn aftur. Mönnum þótti, sem von var, afleitt að sjá lífsbjörgina drepna og henni fleygt í sjóinn aftur til að rotna þar, svo nokkrir bændur fóru um borð í trollskipin til að fá þennan úrgangsfisk, það besta til matar en það lélegra í skepnufóður. Þeir fóru þá með ýmsar framleiðsluvörur sínar til skipsmanna, mjólk, smjör og skyr og ég heyrði nefndar heitar kleinur. Einn þessara bænda var nágranni okkar. Hann fór fram í erlent síldarskip með mjólk, skyr og rjóma. Þegar hann hafði fært skip- verjum mjólkurvörurnar, buðu þeir honum í kaffi. En sem hann hafði drukkið kaffið og kom aftur upp á þiljur mætti honum hláleg sjón: Skipsmenn voru þá í óðaönn að fletja skyrið út á fjalir og breiða það til þerris móti sólinni. Minn maður stoppaði þá af, bað um skál og sykur, blandaði því saman og borðaði það, eftir að hafa látið mjólk út á. Skipverjar gerðu þá eins og þar með hvarf skyrið ofan í þá á svipstundu. Hann kom að landi á drekkhlöðnum bátnum og hló að öllu saman. Þetta botnskrap veiðiskipanna hefur áreiðanlega verið ein helsta orsök ördeyðunnar í sjónum og þá einkurn mengunin vegna rotnandi fískjar sem mokað var í sjóinn á þennan hátt. Að haustinu var fiskurinn saltaður í tunnur og man ég ekki til þess að fisklaust yrði á heimilinu á meðan hann veiddist í firðin- um. Fiskur var einnig settur á rár til herðingar, bæði bolur og 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.