Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 116

Strandapósturinn - 01.06.1988, Síða 116
að ég hygg, merkur bóndi á sinni tíð hlynntur öllum framförum í búskaparháttum. Hann hafði stundað búfræðinám í Noregi og var trúi ég einn af fyrstu Islendingum sem sigldu þangað til slíks náms. Afabróðir minn var séra Þorvaldur Bjarnarson á Melstað í Miðfirði, kunnur lærdómsmaður á sinni tíð. Pabbi var ættaður norðan úr Tungusveit í Steingrímsfirði. Jón föðurafi minn bjó á Gestsstöðum og Heydalsá þar í sveit. Hann var tvígiftur, og föðuramma mín var fyrri kona hans, Júlíana Ormsdóttir frá Miðdalsgröf. Alsystkini pabba voru tvö, Guðjón, smiður, búsettur í Hólmavík, og Elín, hún dó 15 ára að aldri. Hálfbræður átti pabbi fjóra, sem allir voru búsettir norður í Steingrímsfírði, í Hólmavík og nágrenni. (Skylt er að geta þess, að í öllu sem að ættfræði lýtur, styðst ég við rit séra Jóns Guðnasonar, Strandamenn. Sjálfur hef ég aldrei getað lært ættfræði, komist lengst aftur í langafa og langömmur. Mér finnst líka oft, að þegar fólk kemur saman og fer að rekja ættir sínar, þá eru allir orðnir skyldir öllum áður en lýkur.). Föðurfólki mínu kynntist ég nálega ekkert á bernskuárum mín- um, það voru ekki beinlínis daglegar ferðir milli Hrútafjarðar og Steingrímsfjarðar í þá daga. Mig rámar í að hafa einu sinni séð föðurafa minn, góðlátlegan gamlan mann með mikið gráleitt alskegg. Sú minning er þó mjög óljós. Eftir að við fluttum suður á höfuðborgarsvæðið hef ég hins vegar kynnst mörgu föðurfólki mínu allvel, og á fullorðinsaldri hef ég nokkrum sinnum ferðast norður í Steingrímsfjörðinn og heimsótt frændfólk, sem enn er búsett þar. Eins og fyrr er sagt bjuggu foreldrar mínir á parti afjörðinni, en ekki þori ég að fullyrða neitt um það, hve stór sá partur var. Og trúlega er réttara að orði komist, að pabbi og mamma hafi hokrað á þessum jarðarparti, því þótt Kolbeinsáin væri stór hlunninda- jörð, bar lítill partur af henni ekki stórt bú. Um leiguskilmála foreldra minna á jarðarpartinum er ég alls ófróður. Ég man ekki til að þau minntust nokkurn tíma á þá í minni áheyrn. Ef ég væri spurður þeirrar samviskuspurningar, hvort foreldrar mínir hafi verið fátækt fólk á þeirrar tíðar vísu, mundi mér vefjast tunga um tönn að svara. Það er hvorttveggja, að ég þekki engan algildan 114
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.