Strandapósturinn - 01.06.1988, Page 125
bændur úr Árneshreppi og einnig menn vestan frá Djúpi. Strand-
góssið seldist fyrir þrettán hundruð og fimmtán ríkisdali.
Fljótlega eftir þessa atburði virðist hafa komið upp sá kvittur að
einhverjir hefðu gerst fingralangir í góssi því er rak úr skipinu og
f5. febrúar 1867 ritar hreppstjóri Árneshrepps sýslumanni bréf
þar sem hann tilkynnir, að sér hafi borist bréf frá Guðmundi
Guðmundssyni vinnumanni í Ingólfsfirði þar sem hann segist
hafa tekið þátt í að sækja strandgóss norður á Drangahlíð nokkru
eftir uppboðið, og sig gruni, að það góss hafi ekki allt verið vel
fengið.
Sýslumaður fær þetta bréf í hendur 5. apríl svo að það hefur
tekið nokkurn tíma að korna bréfi þessu á leiðarenda.
Upphófust nú rniklar yfirheyrslur og réttarhöld sem verða
rakin hér nokkurn veginn orðrétt eftir málsskjölum, þó ýmsu sé
sleppt. . .
Málarekstur í héraði
„Ár 1867 25. maí var að Árnesþingstað aukaréttur Strandasýslu
settur og haldinn af sýslumanninum í Strandasýslu, S E Sverris-
syni sem reglulegum dómara og skrifara í lögsagnarumdæminu í
viðurvist undirskrifaðra votta, til þess að leita með réttarprófi
skýrslu um að hve miklu leyti orðasveimur sá verði sannur sem
upp hafði komið hér í sveitinni á næstliðnum vetri að tekið hefði
verið á ólöglegan hátt eitthvað af því er rekið hafði á land af skipi
því sem strandaði næstliðið haust á Dröngum hér í sveit, að nafni
Anna Emilie. Fyrir réttinum mætti eftir ráðstöfun dómarans Guð-
mundur vinnumaður Guðmundsson frá Ingólfsfirði hér í sveit og
gefur hann eftir að búið var að árninna hann um að bera hreinan
sannleika í máli þessu, svolátandi skýrslu:
Að Jón bóndi Jónsson á Eyri hafi í vetur, nokkuð löngu eftir að
uppboð hafði verið haldið á ofangreindu skipstrandi, fengið sig
léðan ásamt bát til þess eins og Jón bóndi hafði að orði kveðið, að
sækja spýtnarusl norður að Dröngum er hann hafði keypt á upp-
boðinu. Kveðst Deponantinn" hafa lagt upp í þessa ferð ásamt
1) Vitnið
123