Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 127

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 127
kveðst Deponantinn ei hafa fengið hið minnsta að undanteknum þeim eina fjórðungi sem Jón borgaði honum fyrir ferðina. Fleira kveðst (hann) ei geta gefið máli þessu til upplýsingar. Deponant- inn skýrir ennfremur frá, að hann sé á fjórða árinu um þrítugt, fæddur á Kjörvogi hér í sveit og hafi hann alið allan sinn aldur á ýmsum bæjum í Árneshreppi, og sé nú vinnumaður hjá föður sínum, Guðmundi bónda Jónssyni (í) Ingólfsfirði. Fyrir réttinum mætti nú eftir ráðstöfun dómarans vinnumaður hjá Halldóri bónda Jónssyni á Melum Arngrímur Alexiusson er gefur svohljóðandi skýrslu: Hann kveðst ásamt öðrum fleirum hafa næstliðið haust lagt af stað norður að Dröngum til að vera við uppboð á góssi því sem rekið hafði á land af skipinu sem þar hafði þá strandað. Hafi hann þá komið að Drangavík þegar komið var kveld og hafi á greindum bæ allir samferðamenn sínir orðið eftir nema Jón bóndi Jónsson á Eyri hér í sveit og Guðmundur bóndi Jónsson á Melum, hafi þeir þá þrír haldið áfram norður að Dröngum og allir haft með sér brennivín, er þeir drukku á leiðinni svo þeir hafi allir verið orðnir til muna drukknir þegar norður kom. Kveðst hann fyrir þá skuld óljóslega muna samræður þeirra á leiðinni. Hann skýrir ennfrem- ur frá, að nefndur Jón bóndi á Eyri hafi stungið uppá, að þeir skyldu taka tólk er rekið hafði upp af áðurgreindu skipi og hafi hann sjálfur og Guðmundur bóndi samferðamaður þeirra latt hann þess, en þó hafi það orðið úr, að þeir hafi þá í sameiningu borið á Drangahlíð saman tólkarmola og falið þá í þeim tilgangi að þeir kæmust undan almannafæri. Ei kveðst hann geta sagt hve mikill tólkur þessi hafi verið og ekki hafi hann síðar orðið aðnjót- andi að nokkrum hluta úr honum né andvirði hans, enda hafi sig strax og hann kom til sjálfs sín iðrað þess að hann hafi verið með að þessu verki og ekki segist hann geta neitt borið um, hvað um tólk þennan hafi orðið frá því þeir skildu við hann á Drangahlíð, og hafi hvorki Guðmundur bóndi á Melum né Jón bóndi á Eyri við sig talað um hann síðar. Hann neitar því, að það hafi verið nokkuð annað af hinu strandaða góssi sem þeir hafi haft höndur á nema tólkurinn. Hann skýrir ennfremur frá, að hann sé þrjátíu og þriggja ára að aldri, fæddur í Ófeigsfirði hvar faðir hans Alexius 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.