Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 129

Strandapósturinn - 01.06.1988, Side 129
hafa haldið heim að bænum Dröngum og farið þar í hlöðu, hvar margir voru fyrir til gistingar og sofið þar sem eftir var nætur. Ekki kveðst hann sérstaklega muna hverjir þeir voru, nema að þar á meðal var Þorkell bóndi í Ófeigsfirði hér í sveit. Ennfremur skýrir hann frá, að þegar hann ásamt fleiri sveitungum sínum daginn eftir uppboðið reið heim frá strandinu hafi hann séð skóflu liggjandi í þaranum á Drangahlíð og hafi hann hlaupið af baki og tekið skófluna og flutt heim til sín. Skóflu þessa kveðst hann ekki hafa keypt á uppboðinu og fortekur að hún muni hafa komið til uppboðs og ei segist hann hafa haft neina heimild til að taka hana en að hann hafi skoðað skóflu þessa sem fund er hann ekki hafi farið dult með eins og þeir geti borið um er með honum voru, hvar á meðal voru þeir Guðmundur og Halldór bændur á Melum, Arngrímur vinnumaður á sama bæ og Óli bóndi Ólason í Reykjarfirði. Skóflu þessa kveðst hann ei hafa lýst og sé hún enn í sínum vörslum. Jón bóndi neitar þverlega, hversu sem á hann er gengið, að hann hafi tekið hið minnsta af tólk þeim er rak upp á Drangahlíð næstliðið haust utan þann sem Guðmundur og Arn- grímur á Melum voru honum samtaka að bera saman og dysja áðurgreinda nótt. Deponantinn skýrir frá, að hann sé á þrítugasta og áttunda aldursári, fæddur á Melum hér í sveit, hvar faðir hans Jón Guðmundsson var bóndi. Kveðst hann hafa allan aldur sinn alið hér í sveit á ýmsum bæjum.“ Þá var kallaður fyrir réttinn Guðmundur bóndi Jónsson á Mel- um. Framburður hans er í meginatriðum samhljóða því sem fram kom hjá Jóni Jónssyni á Eyri. „Hann segir að þó hann sé annars ekki hneigður fyrir ölföng þá hafi hann og samferðamenn sínir verið orðnir mjög drukknir er þeir komu á strandstað, og hann geti ekki munað hver stakk upp á að taka tólkinn og dysja. Þá heldur hann að tólkur þessi hafi ekki verið mikið yfir 4 fjórðungar á þyngd. Ekki kveðst vita hvað síðan hafi orðið um tólk þennan og ei segist hann hafa orðið aðnjótandi hins minnsta af honum. Hann kveðst ennfremur muna eftir að þegar hann ásamt öðrum fleirum reið heirn eftir uppboðið hafi Jón bóndi á Eyri tekið upp skóflu á svonefndu Breiðanesi og flutt heim með sér og hafi Jón bóndi ei neitt talað um, hvernig hann væri að henni kominn eða 127
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.