Strandapósturinn - 01.06.1988, Page 140
Jóna Vigfúsdóttir
frá Stóru-Hvalsá
Úr minnisblöðum
Fyrstu minningar mínar eru um Elísabetu ömmu mína, ég hef
verið um það bil hálfs þriðja árs. Þá höfum við verið í Neðribæn-
urn, sem kallaður var, af því að hann var neðst í túninu á Hvalsá.
Ég sé fyrir mér hrukkótt andlit hennar og heyri röddina hennar
með sínum sérkennilega seimi, þar sem hún rær með mig á hné
sínu:
,JVHnar eru sorgirnar þungar sem blý,
hnípi ég harmþrungin helmyrkrum í“.
Undarlegt er það að þó allt leiki í lyndi, þá syngja menn sorgar-
söngva. Og þó engin furða. Söngvarnir eru garnlir en nútíðin ný.
Á kotbæ lék allt í lyndi, þó að kjöt væri ekki á borðum nema á
hátíðum og tyllidögum og bóndanum væri synjað um úttekt í
kaupstaðnum fyrir jólaföstu. Allt var gott ef krakkarnir fengu
hangikjöt og pönnukökur um jólin og hin lofsungnu kerti og spil.
Þegar ég var ljögurra ára kom Kristín, sem síðar varð mágkona
mín, með brúður í rúmum handa okkur systrunum. Hún hafði
saumað þær og sett á þær undurfallega hausa listilega málaða.
Mér er í minni hve fríðar þær voru. Hún kom síðla kvölds, svo að
við vorum sofnaðar. En morguninn eftir lagði hún þessar dýrð-
legu gjafir ofan á sængur okkar.
Systir mín varð himinlifandi, hló með feginstár í augum og þaut
upp um hálsinn á Kristínu. En ég þorði ekki að láta í ljós gleði
mína, bara sat með höfuðið niðri í bringu, blóðrauð niður á háls.
138