Saga - 2013, Síða 103
eftir tveggja mánaða rannsókn taldi Jóhanna sig hafa upplýsing-
ar um rösklega 500 telpur og konur, „er voru í nánum kynnum við
hermenn og hátt á annað hundrað heimili, er telja varð mjög gölluð“
til að ala upp börn. Þessi hópur var í heild ungur að árum, því að
rösklega helmingur var yngri en 21 árs og þriðjungur yngri en 18
ára.25 Upplýsingar um konur skráði Jóhanna í sex harðspjalda
minnis bækur af því tagi sem meðal annars voru notaðar til að færa
í fundar gerðir. Þessum bókum fjölgaði með árunum eftir því sem
fleiri nöfn bættust við. Alls er tíu slíkar bækur að finna í gögnum
hennar, nefndar „skrá“ hér eftir. Nafnatal færði hún í litla glósubók
sem var lykill að skránni. Þar eru alls um 826 nöfn, nokkur eru endur-
tekin, aðeins eru nefnd skírnarnöfn annarra, en jafnframt vantar
nöfn úr skránni. Jóhanna notaði oftast lindarpenna við skrásetningu,
rithöndin var snotur, málfar oftast vandað. Skjalasafnið bar vott um
aga og þjálfun Jóhönnu í skrifstofustörfum en jafnframt ástríðufulla
eljusemi hennar, dómhörku, hnýsni og sannfæringu um að ægilegur
háski steðjaði að þjóðinni.
Jóhanna notaði oftast eina blaðsíðu til að fjalla um hverja konu í
bókum sínum. efst voru auðkennistölur og nöfn kvennanna og
stundum einnig gælunöfn þeirra og afkáraleg viðurnefni, sem þær
höfðu flestar hlotið fyrir meintan ólifnað. Á eftir fylgdu
heimilisföng, vinnustaðir, upplýsingar um aldur og loks vitnisburðir
um samskipti kvennanna við hermenn og annar fróðleikur. Á spáss-
íu voru skráð fangamörk eða auðkennistölur heimildarmanna.
Jóhanna nafngreindi í skrá sinni foreldra allmargra kvenna og
systur þeirra, sérstaklega ef siðferði þeirra taldist einnig ámælisvert.
Sumir feður höfðu gerst sekir um afbrot, svo sem þjófnað og smygl,
og tíðum var getið um drykkjuskap foreldra og stundum lauslæti.
Tekið var fram ef foreldrar hefðu eignast dætur sínar utan hjóna-
bands eða skilið, átt í erjum eða gert eitthvað sér til vansæmdar.
Iðulega var getið um tíðar „hermannaheimsóknir“ á heimili. Sumar
mæður voru sagðar í tygjum við hermenn ásamt dætrum sínum,
einni eða fleirum, eða sagðar liggja undir grun um slíkt athæfi.
Jóhanna notaði millivísanir til að geta rakið saman systur, vinkonur
eða kunningjakonur sem umgengust hermenn.26
ástandið og yfirvöldin 101
25 ÞÍ. Ue. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944;
„Athugun á siðferðislegum vandamálum Reykjavíkur“, Morgunblaðið 28. ágúst
1941, bls. 3 og 6.
26 ÞÍ. Ue. A/1-1-5. A/2-1-5.
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 101