Saga


Saga - 2013, Blaðsíða 103

Saga - 2013, Blaðsíða 103
eftir tveggja mánaða rannsókn taldi Jóhanna sig hafa upplýsing- ar um rösklega 500 telpur og konur, „er voru í nánum kynnum við hermenn og hátt á annað hundrað heimili, er telja varð mjög gölluð“ til að ala upp börn. Þessi hópur var í heild ungur að árum, því að rösklega helmingur var yngri en 21 árs og þriðjungur yngri en 18 ára.25 Upplýsingar um konur skráði Jóhanna í sex harðspjalda minnis bækur af því tagi sem meðal annars voru notaðar til að færa í fundar gerðir. Þessum bókum fjölgaði með árunum eftir því sem fleiri nöfn bættust við. Alls er tíu slíkar bækur að finna í gögnum hennar, nefndar „skrá“ hér eftir. Nafnatal færði hún í litla glósubók sem var lykill að skránni. Þar eru alls um 826 nöfn, nokkur eru endur- tekin, aðeins eru nefnd skírnarnöfn annarra, en jafnframt vantar nöfn úr skránni. Jóhanna notaði oftast lindarpenna við skrásetningu, rithöndin var snotur, málfar oftast vandað. Skjalasafnið bar vott um aga og þjálfun Jóhönnu í skrifstofustörfum en jafnframt ástríðufulla eljusemi hennar, dómhörku, hnýsni og sannfæringu um að ægilegur háski steðjaði að þjóðinni. Jóhanna notaði oftast eina blaðsíðu til að fjalla um hverja konu í bókum sínum. efst voru auðkennistölur og nöfn kvennanna og stundum einnig gælunöfn þeirra og afkáraleg viðurnefni, sem þær höfðu flestar hlotið fyrir meintan ólifnað. Á eftir fylgdu heimilisföng, vinnustaðir, upplýsingar um aldur og loks vitnisburðir um samskipti kvennanna við hermenn og annar fróðleikur. Á spáss- íu voru skráð fangamörk eða auðkennistölur heimildarmanna. Jóhanna nafngreindi í skrá sinni foreldra allmargra kvenna og systur þeirra, sérstaklega ef siðferði þeirra taldist einnig ámælisvert. Sumir feður höfðu gerst sekir um afbrot, svo sem þjófnað og smygl, og tíðum var getið um drykkjuskap foreldra og stundum lauslæti. Tekið var fram ef foreldrar hefðu eignast dætur sínar utan hjóna- bands eða skilið, átt í erjum eða gert eitthvað sér til vansæmdar. Iðulega var getið um tíðar „hermannaheimsóknir“ á heimili. Sumar mæður voru sagðar í tygjum við hermenn ásamt dætrum sínum, einni eða fleirum, eða sagðar liggja undir grun um slíkt athæfi. Jóhanna notaði millivísanir til að geta rakið saman systur, vinkonur eða kunningjakonur sem umgengust hermenn.26 ástandið og yfirvöldin 101 25 ÞÍ. Ue. B 1/25. Jóhanna knudsen til Ólafs Lárussonar 13. janúar 1944; „Athugun á siðferðislegum vandamálum Reykjavíkur“, Morgunblaðið 28. ágúst 1941, bls. 3 og 6. 26 ÞÍ. Ue. A/1-1-5. A/2-1-5. Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.