Saga - 2013, Síða 206
eftirtektarvert er hvernig Thomas Riis og Jesper kurt-Nielsen líta á fyrr-
verandi lönd Noregskonungs, Grænland, Ísland og Færeyjar, sem nýlendur,
án þess að nánar sé farið út í skilgreiningar á því hvað í því felist.
Höfuðáherslan í þeirra skrifum er þó á hinar fjarlægu nýlendur og dansk-
norska ríkið sem nýlenduveldi. Margt mælir gegn því að Ísland, Norður-
Noregur og Færeyjar hafi verið reknar sem nýlendur á árnýöld í þeim skiln-
ingi sem átti við um Grænland og hinar fjarlægu nýlendur. Almennt er þörf
á því að skoða betur hvað fólst í þeim tengslum sem stjórnvöld sjálf eða
verslunarfélög á þeirra vegum (eða með sérréttindi á þeirra vegum) höfðu
á hverjum stað fyrir sig. Í þessu greinasafni eru aðrar áherslur í greinunum
um þéttbýlismyndun á Íslandi, Færeyjum og Noregi en á þeim svæðum sem
að ofan greinir og því vandkvæðum háð að bera þessa þætti efnislega
saman á grundvelli þeirra. Í greinunum um Ísland, Færeyjar og Noreg er
mikil áhersla lögð á verslun og efnahagslega þætti í tengslum við þróun
þétt býlismyndunar og stofnun nýrra bæja. Lítið er fjallað um tengslin við
konungsríkið nema helst í umfjölluninni um norska bæi.
Um 1500 var þegar orðið til útbreitt net bæja og þéttbýlisstaða í Dan -
mörku og hertogadæmunum. Ole Degn leggur áherslu á það í grein sinni,
„Urbanization of the North, 1500–1800“, hvernig þróunin á 16.–18. öld
stefndi út frá miðaldakerfinu og hvernig til varð net bæja sem höfðu mis-
munandi hlutverk: hernaðarlegt, efnahagslegt, trúarlegt og stjórnsýslulegt.
Tiltölulega fáir bæir bættust við á þessu tímabili en samt nokkrir. Svipuð
einkenni má greina í þéttbýlisþróun hertogadæmanna, sem Thomas Riis
skrifar um. Grein Finn-einar eliasen um norska bæi, „The Heyday of the
Small Town. Norwegian Urbanization, 1500–1800“, er áhugaverð með hlið -
sjón af Íslandi og stöðu verslunarstaða innan þessa kerfis þéttbýlisstaða í
ríkinu. Hann bendir á hvernig nokkrir af stærstu bæjum Noregs, sem allir
áttu sér rætur á miðöldum, skiptu máli fyrir ríkið í heild. Nærri allir nýir
bæir sem stofnaðir voru eða urðu til á árnýöld voru strandbæir og tengdust
verslun. Þeir voru af mismunandi stærðum og höfðu misjöfn réttindi, sumir
voru alveg án sérréttinda. ein af áhugaverðustu niðurstöðum greinarinnar
er hvernig Finn-einar setur þetta bæjakerfi Noregs á 16.–18. öld, sem hann
segir hafa verið blómaskeið litlu bæjanna, í samhengi við hið danska og
skoðar hvernig það virkaði sem heild og hvernig norsku bæirnir þjónuðu
ákveðnu hlutverki innan dansk-norska ríkisins (bls. 32–33). Áhugavert væri
að skoða betur íslensku verslunarstaðina í þessu ljósi.
Fjallað er um þéttbýlismyndun Íslands og Færeyja í samhengi við sögu
eigin lands og farið aftur til miðalda í þeirri frásögn. Þessi svæði lutu einok-
unarverslun um aldir og var verslunin oft á leigu hjá sömu verslunarfélög-
unum, stundum ásamt Norður-Noregi. elin Súsanna Jacobsen skrifar um
þróun Þórshafnar í Færeyjum í greininni „Urbanization in the Faroe Islands.
The Case of Tórshavn“. Þórshöfn var alla tíð stærsti bær Færeyja og var
þéttbýlismyndun hafin þar þegar á 16. öld. Lítið er vitað um tímabilið fyrir
ritdómar204
Saga haust 2013 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 23.6.2020 15:04 Page 204