Andvari - 01.01.2019, Síða 48
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 47
viðhorfum lendi saman: […] Yfirvaldið og presturinn eiga hvor á sínu sviði
að gæta köllunar sinnar. Ef yfirvaldið er ekki kristið, er einsætt að skilja ber
ríki og kirkju að. Þar sem yfirvaldið er einlægur kirkjunnar maður, þá tengjast
ríkin tvö eðlilegum böndum vegna sameiginlegra sjónarmiða. Kirkjan metur
aðstoð ríkisins til þess að opna almenningi aðgang að blessun trúarinnar.
Enda er þá grundvöllur kirkjunnar hinn sami og þjóðfélagsins og betri grund-
völl getur enginn lagt. […] Frelsi kristins manns byggist á því, að hann leggur
af fúsum vilja sjálfur á sig skorður frelsisins, boð þess og bönn. Trúin, sam-
viskan og þegnskapur sameinast í að gjalda keisaranum það sem keisarans er
og Guði það sem Guðs er.190
Í þessu efni byggði Pétur á hefðbundnum lútherskum skilningi um
ríkin tvö — hið andlega eða kirkjulega og hið veraldlega — aðgrein-
ingu þeirra og samvinnu. Athyglisvert er aftur á móti hvernig hann
persónugerði yfirvaldið. Um daga Lúthers var valdið í höndum ákveð-
ins einstaklings, þ.e. kristins fursta, og var það forsenda þess að mögu-
legt var að kalla „yfirvaldið“ til kristilegrar ábyrgðar. Á ofanverðri 20.
öld var ríkisvaldið á hinn bóginn löngu orðið trúarlega óháð og óper-
sónulegt, þannig að enginn einn einstaklingur var handhafi þess eða
gegndi þeim hlutverkum sem því var á hendur falið. Sá tími var því
liðinn að „yfirvaldið“ gæti verið „einlægur kirkjunnar maður“. Líkt
og fjölmargir aðrir kirkjumenn gekk Pétur því út frá hugmyndum sið-
bótarinnar á 16. öld án þess að laga þær verulega að aðstæðum í sam-
tímanum.
Vegna þess sem hér hefur verið sagt kemur ekki á óvart að Pétur leit
svo á að það samband ríkis og kirkju sem í þjóðkirkjuskipaninni felst
væri þjóðinni farsælt, a.m.k. meðan allur þorri landsmanna væri þjóð-
kirkjufólk. Þá lýsti hann sig andvígan sjónarmiði sem hann kvaðst hafa
kynnst meðal kirkjumanna annars staðar á Norðurlöndum þess efnis,
að deyfð á sviði kirkjumála auk margs sem úrskeiðis færi í kirkjunum
væri kirkjuskipaninni og tengslum kirkjunnar við ríkið að kenna.191
Sjálfur áleit hann að þjóðkirkjan hefði sömu „[…] ytri sem innri mögu-
leika til að vera lifandi, starfandi kirkja […]“ og kirkjur sem meira
frjálsræðis nytu. Mestu taldi hann skipta hvernig hún notaði tækifæri
sín.192 Hann beindi gagnrýni sinni því inn á við, að kirkjunni sjálfri,
en ekki að tengslum hennar við ríkisvaldið. Í þessu kann hann að hafa
byggt á eigin reynslu frá Akureyrarárunum. Þá hafði hann vissulega
sýnt fram á að unnt væri að koma á margháttuðum breytingum innan
þess þrönga ramma sem „gamla íslenska þjóðkirkjuskipanin“ setti.