Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2019, Side 48

Andvari - 01.01.2019, Side 48
ANDVARI SÉRA PÉTUR SIGURGEIRSSON 47 viðhorfum lendi saman: […] Yfirvaldið og presturinn eiga hvor á sínu sviði að gæta köllunar sinnar. Ef yfirvaldið er ekki kristið, er einsætt að skilja ber ríki og kirkju að. Þar sem yfirvaldið er einlægur kirkjunnar maður, þá tengjast ríkin tvö eðlilegum böndum vegna sameiginlegra sjónarmiða. Kirkjan metur aðstoð ríkisins til þess að opna almenningi aðgang að blessun trúarinnar. Enda er þá grundvöllur kirkjunnar hinn sami og þjóðfélagsins og betri grund- völl getur enginn lagt. […] Frelsi kristins manns byggist á því, að hann leggur af fúsum vilja sjálfur á sig skorður frelsisins, boð þess og bönn. Trúin, sam- viskan og þegnskapur sameinast í að gjalda keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er.190 Í þessu efni byggði Pétur á hefðbundnum lútherskum skilningi um ríkin tvö — hið andlega eða kirkjulega og hið veraldlega — aðgrein- ingu þeirra og samvinnu. Athyglisvert er aftur á móti hvernig hann persónugerði yfirvaldið. Um daga Lúthers var valdið í höndum ákveð- ins einstaklings, þ.e. kristins fursta, og var það forsenda þess að mögu- legt var að kalla „yfirvaldið“ til kristilegrar ábyrgðar. Á ofanverðri 20. öld var ríkisvaldið á hinn bóginn löngu orðið trúarlega óháð og óper- sónulegt, þannig að enginn einn einstaklingur var handhafi þess eða gegndi þeim hlutverkum sem því var á hendur falið. Sá tími var því liðinn að „yfirvaldið“ gæti verið „einlægur kirkjunnar maður“. Líkt og fjölmargir aðrir kirkjumenn gekk Pétur því út frá hugmyndum sið- bótarinnar á 16. öld án þess að laga þær verulega að aðstæðum í sam- tímanum. Vegna þess sem hér hefur verið sagt kemur ekki á óvart að Pétur leit svo á að það samband ríkis og kirkju sem í þjóðkirkjuskipaninni felst væri þjóðinni farsælt, a.m.k. meðan allur þorri landsmanna væri þjóð- kirkjufólk. Þá lýsti hann sig andvígan sjónarmiði sem hann kvaðst hafa kynnst meðal kirkjumanna annars staðar á Norðurlöndum þess efnis, að deyfð á sviði kirkjumála auk margs sem úrskeiðis færi í kirkjunum væri kirkjuskipaninni og tengslum kirkjunnar við ríkið að kenna.191 Sjálfur áleit hann að þjóðkirkjan hefði sömu „[…] ytri sem innri mögu- leika til að vera lifandi, starfandi kirkja […]“ og kirkjur sem meira frjálsræðis nytu. Mestu taldi hann skipta hvernig hún notaði tækifæri sín.192 Hann beindi gagnrýni sinni því inn á við, að kirkjunni sjálfri, en ekki að tengslum hennar við ríkisvaldið. Í þessu kann hann að hafa byggt á eigin reynslu frá Akureyrarárunum. Þá hafði hann vissulega sýnt fram á að unnt væri að koma á margháttuðum breytingum innan þess þrönga ramma sem „gamla íslenska þjóðkirkjuskipanin“ setti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.