Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 109

Andvari - 01.01.2019, Síða 109
108 SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR OG ÞÓRA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR ANDVARI geta sér til um að Ólafur Jóhann hafi skemmt sér konunglega við að hnoða saman „bókmanneskju“ úr dráttum frá þeim Grétari Fells annars vegar og Þórbergi Þórðarsyni hins vegar sem þrátt fyrir sameiginlegan áhuga á guð- speki voru eins ólíkir rithöfundar og frekast er unnt. Sigurjón Jónsson, sem var einn mesti aðdáandi Þórbergs af hans samtímamönnum, dregur Grétar Fells sundur og saman í háði í ritdómi sem hann skrifaði um eina af ljóða- bókum hans og vænta má að samsláttur á svo ólíkum skáldum hafi skemmt mörgum sem könnuðust við fyrirmyndirnar.17 Sterkasta vísbending þess að Ólafur Jóhann sæki drætti til Þórbergs Þórðarsonar í lýsingunni á Aroni Eilífs kemur reyndar ekki fram fyrr en í síðasta bindi þríleiksins, en hún er sú að þegar skrif hans fara að birtast í Blysfara deila menn um það hvort hann sé snillingur eða fífl, og fara að kalla hann „Meistara Eilífs“ (Drekar og smáfuglar, 381). En lítum nánar á persónuna eins og hún birtist í þrí- leiknum. Skáldið Aron Eilífs er tragíkómísk persóna sem þróast frá að vera illa lyktandi bókari með köllun til „skáldskapar“ yfir í það að verða frægt skáld á Íslandi. Hann leggur mikið upp úr því að fá ljóð sín og greinar birt í Blysfara, fer aldrei fram á borgun en gleðst í hvert sinn sem eitthvað er birt. Hann skrifar greinar um grasát og hvítasykur og heldur því fram að hið síð- arnefnda sé argasti heilsuþjófur sem meðal annars „sljóvgaði heilann, veikl- aði æðakerfið, færi illa með hjarta og lifur og drægi úr andlegum þroska“ (Seiður og hélog, 279) og gerir sögumaður grín að þessum öfgum. En Aron Eilífs er ekki síst frægur fyrir ljóð sín mörg og löng. Þau eru óræð og klisju- kennd, full af orðum sem byrja á „glit“ og enda á „ræn“ og „úð“. Greina má hæðnistón hjá sögumanni þegar hann lýsir Aroni sem hefur flett Blysfara í viðurvist Páls og fundið ljóð eftir sig þar: Það var stríð úti í heimi, en Aron Eilífs naut barnslegrar og hjartnæmrar gleði. Hann stóð á öndinni og ljómaði af sælu […] Hann var ekki framar lítilsigldur bókari [...] Á þessari stundu var hann virtur og dáður, enda ljós mannkynsins, stórskáld og spekingur, Goethe, Schiller, Henrik Ibsen og Björnstjerne Björnson í tiginni sam- einingu. (Gangvirkið, 164-165.) Aron Eilífs starfar í fyrstu sem bókari hjá hinu opinbera en þegar lesendur Blysfara keppast um að hlaða hann lofi og hann er orðinn frægur hættir hann „brauðrænu striti“ og Valþór, ritstjóri blaðsins, sér til þess að hann sé settur á átjándu grein fjárlaga; fái skáldastyrk. Segja má sem svo að Aron Eilífs sé sköpunarverk Blysfara. Valþór birtir efni eftir hann í gríð og erg enda fær hann efnið ókeypis. Aron yrkir löng ljóð sem miskunnarlaust eru klippt niður af Valþóri og Páli svo þau passi í eyður í blaðinu. Þegar Aron Eilífs er orðinn frægur tekur hann saman við foráttukvenmanninn Jóhönnu, eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.