Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2019, Síða 143

Andvari - 01.01.2019, Síða 143
142 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Óðar en honum varð litið út til hinna stóru skipa með kross Sankti Jakobs á þöndum seglunum, skildi hann, hvað klukkan sló. Hvílík skelfing! Í þessum afskekktasta afkima Austurlanda, þar sem viðskipti höfðu blómgazt án íhlutunar vantrúaðra, hafði nú þessum börnum Satans skotið upp. Þarna voru þeir komnir ljóslifandi með hinar hræðilegu fallbyssur sínar og handbyssur, þessir morðingjar, þessir fjand- menn Spámannsins. Um friðsamlega verzlun og ríflegan hagnað var nú ekki lengur að ræða fyrir hann og hans líka. (212) Í bók Zweigs um Erasmus er vikið að því hvernig Evrópa breiðir sig „yfir alla heimsbyggðina“ (19) og hvernig þetta glæddi mörg svið mannlífs nýrri orku. Ekki gefst hér rými til að fjölyrða um það hvernig þessi „skyndi- víkkun á heimsrýminu“ (20) fór með ýmsa íbúa fjarlægra landa sem glöt- uðu yfirráðum á jarðnæði sínu og lífi. En í Evrópu hlutu þessar breyting- ar einnig að „leiða til ámóta kröftugrar uppstokkunar á sálarrýminu“ (20). „Fróðleiksþráin streymdi út úr klaustrunum og inn í háskólana [...] sem varn- arvirki frjálsra rannsókna. Nú opnaðist svigrúm fyrir skáldið, hugsuðinn og heimspekinginn [...]. Húmanisminn reynir nú að gefa mannfólkinu hið guðlega á ný án milligöngu kirkjunnar og brátt nær hann fluginu [...]“ (23). Hvaða mannskilning ætlar þessi nýja Evrópa að móta, hvaða siðrænu ábyrgð ætlar hún að axla gagnvart veröld sem hún er á góðri leið með að sölsa undir sig? Það er við slíkar spurningar sem Erasmus fæst, þessi hugsuður sem Stefan Zweig leit mjög til, svo mjög reyndar að hann sagði að bók sín um hann væri að mörgu leyti sem sjálfsævisögulegur spegill. Hann teflir Erasmus eigin- lega fram sem málsvara sínum á ögurstundu í sögu Evrópu, eftir að nasistar hafa tekið öll völd í Þýskalandi og þannig útrýmt þar lýðræðinu og frjálsum skoðanaskiptum. Zweig vill reisa Erasmus úr gleymskunni – og það að þessi baráttumaður „fyrir friði, mælskasti og málsnjallasti forsvarsmaður húman- ismans“ skyldi á sínum tíma „bíða ósigur í baráttu sinni fyrir réttlátari og skilningsríkari veröld anda og mennta, þau harmsögulegu örlög hans tengja hann okkur innilegri bróðurböndum“ (7). Erasmus gerði sér glögga grein fyrir skaðvænu valdi „ofstækis“ og „múgæsinga“ og fannst „styrjaldir vera ósamrímanlegar siðrænt hugsandi mannkyni“ (9). Erasmus og Lúther virtust í fyrstu eiga sameiginlegt siðbótarmarkmið, en eftir að sá síðarnefndi færist allur í aukana og er reiðubúinn að beita hörku í baráttu sinni, verða skil á milli þessara tveggja manna, sem hittust reyndar aldrei. Þess er vænst að Erasmus beiti sér og reyni að brúa bil og vinna að samkomulagi, en hann hikar, víkur sér undan, óttast að hann króist af í orrahríðinni. „Af einhverri inngróinni sjálfstæðisnauðung vill hann vera frjáls og engum undirgefinn“ (25) – en lifa jafnframt í friðsemd með öðrum. En ofstækið lætur ekki að sér hæða, það er harðsnúinn andstæðingur:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.