Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 11
12
Hér er því farið inn á nánast ókannað svið. Við þær aðstæður fannst
mér vænlegast að tína saman sem mest og fjölbreyttast efni eftir því sem
kunnátta leyfir. En óhjákvæmilegt er að árangurinn verði samtíningur og
samhengi hans í veikasta lagi. Orðið „drög“ í fyrirsögn greinarinnar ber
að taka alvarlega. Ósvarað er hvers vegna þráður rannsóknarinnar nánast
slitnar í sundur á tímabilinu frá síðmiðöldum til 19. aldar, einnig hvort
meginþættirnir tveir, eignarréttarvernd orðlistar og vörn gegn orðlist, eiga
eitthvað markvert sameiginlegt. Lögfræðilega staðalritið um þessi efni í
íslensku samfélagi er bók Páls Sigurðssonar, Höfundaréttur frá 1994. Hún
fjallar einkum um gildandi rétt, að vísu með inngangi um réttarþróun á
þessu sviði síðan í klassískri fornöld. En á Íslandi rekur Páll söguna ekki
lengra til baka en til 19. aldar. Grein mín skarast því aðeins um fáa áratugi
við bók Páls.4 Nokkurn almennan fróðleik um höfundarrétt á Íslandi á 20.
öld má einnig sækja í tvær greinar í Tímariti lögfræðinga eftir Sigurð R.
Pétursson og Þórð Eyjólfsson.5 Í engu þessara rita er drepið á höfundar
rétt á blómaskeiði orðlistar á Íslandi á miðöldum. Hina hlið þess máls sem
hér verður rakið, hömlur við kveðskap, ræðir Gunnar Thoroddsen ásamt
annarri meiðyrðalöggjöf í doktorsritgerð sinni, allt frá Grágásarlögum
til samtímans. Þar er einnig yfirlit yfir löggjöf um ærumeiðingar í sex
nágrannalöndum okkar.6
Þótt hér sé farið inn á lítt kannað svið munu lesendur sem eru vel að sér
í íslenskri miðaldabókmenntasögu finna margt sem þeir þekkja vel fyrir.
Hér reynast skipta máli sumar þekktustu staðreyndir hennar. En ætlun mín
er að setja þær í nýtt samhengi í því skyni að vekja lesendur til umhugsunar
um réttarstöðu sagna og kvæða á Íslandi á miðöldum og lengur.
2006, bls. 5–8. Það eina sem virðist koma nærri þessu efni samkvæmt efnisyfir
litum er kaflafyrirsögnin „Krafan um málfrelsi tilfinninganna“, en það reynist vera
yfirlit Silju Aðalsteinsdóttur um nýrómantískan skáldskap á fyrri hluta 20. aldar,
frá Stefáni frá Hvítadal til Tómasar Guðmundssonar. – Íslensk bókmenntasaga IV,
bls. 125–189, sbr. bls. 4.
4 Páll Sigurðsson, Höfundaréttur. Meginreglur íslensks réttar um höfundarvernd,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1994, bls. 15–39.
5 Sigurður R. Pétursson, „Nokkur orð um lögvernd höfundaréttar“, Tímarit lög-
fræðinga IV/1954, bls. 132–144; Þórður Eyjólfsson, „Um höfundarétt“, Tímarit
lögfræðinga VIII(2)/1958, bls. 49–75.
6 Gunnar Thoroddsen, Fjölmæli, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1967.
Gunnar Karlsson