Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Qupperneq 31
32
lægri að tign. Meðal annars segir í Hirðskrá Magnúsar konungs lagabætis:
„Í fyrnskunni var sá siðr, at allir þeir menn, sem konungi váru handgengn
ir eða sverðtakarar, þá váru allir kallaðir húskarlar, þó at síðan greindist
nafnbœtr eptir sœmdum ok metorðum.“71 Líklegast finnst mér að orðið
húskarl sé notað þarna sem vítt hugtak um konungsmenn almennt, jafnvel
alla frjálsa þegna konungs af karlkyni, og þá er bannið einkum hamla við
því að norrænir menn útlendir séu særðir með því að yrkja níð um kon
unga þeirra. Verið getur að óljós mörk hafi stundum verið á milli þess að
maður teldist þegn norræns konungs eða Íslendingur, og því hafi verið
sett sú sérregla hér að sá ætti sök sem vildi ef húskarlar vildu ekki sækja.
Hvers vegna gilti ákvæðið aðeins um norræna konunga? Víðar kemur fram
að norrænu konungsríkin töldust einhvern veginn nálægari íslensku sam
félagi en önnur ríki. Til dæmis kemur nokkrum sinnum fram í lögum að
útlendir menn „af danskri tungu“ (þar sem dönsk tunga er norræna) njóti
annars og meiri réttar á Íslandi en aðrir útlendingar eða myndi á annan
hátt félagslega heild.72
Ein óljós vísbending er til um að það hafi þekkst í Noregi að setja
lagaskorður við því að yrkja lof um menn. Í fornlagasafni Norðmanna,
Norges gamle Love, eru prentaðar slitrur af handriti að Frostaþingslögum
eldri, sem giltu í Þrændalögum og fleiri norðlægum héruðum landsins.
Þar stendur: „En ef maðr yrkir um mann lof eða lost fiorðong vísu eða
mæira. nema hinn vili s“.73 Framhaldið hefur verið skorið burt svo að ekki
er hægt að sjá hver viðurlög voru við þessu, en hliðstætt ákvæði Grágásar,
þar sem lof og last er tekið saman og hvort tveggja sagt refsivert, bendir
vissulega til að þarna hafi staðið bann við lofkveðskap og það hafi því líka
þekkst í Noregi.
Á árunum 1271–1273 var lögtekin í stað Grágásar lögbókin Járnsíða, að
miklu leyti sniðin eftir norskum lögum en að lengdinni aðeins um níundi
hluti af lengd Grágásar. Hún er því ágripskennd og ónákvæm um margt.
Þar er ekkert almennt bann við yrkingum um menn en ákvæði um viðurlög
við því að yrkja mönnum til hnjóðs: „Nú ef maður yrkir um mann það er
71 Johan Fritzner, Ordbog over Det gamle norske Sprog II, bls. 106–107; Norges gamle
Love indtil 1387 II, R. Keyser og P. A. Munch sáu um útgáfuna, Lovgivningen under
Kong Magnus Haakonssöns Regjeringstid fra 1263 til 1280, tilligemed et Supplement
til förste Bind, Christiania: Chr. Gröndahl, 1848, bls. 416. Í tilvitnuninni er fylgt
stafsetningu Fritzners en ekki Norges gamle Love því að hún er svo framandleg.
72 Grágás, bls. 55, 70 (Erfðaþáttur, 6. og 17. kap.), 239, 240, 281–282 (Vígslóði, 37.,
38. og 121. kap.), 371 (Þingskapaþáttur, 1. kap.), 457 (Baugatal, 2. kap.).
73 Norges gamle Love II, bls. 505.
Gunnar Karlsson