Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 34
35
er upplestur leyfilegur, þegar liðin eru 5 ár frá því, að ritið kom út í
fyrsta sinn. Höfundur hefur og einkarjett á að gefa út ræður og fyr
irlestra, er hann hefur haldið […].78
Frumvarpið til þessara laga var flutt sem stjórnarfrumvarp af Hannesi
Hafstein ráðherra. Því var vel tekið í þinginu og það samþykkt mót
atkvæðalaust í báðum deildum.79 Þegar ráðherra mælti fyrir frumvarp
inu sagði hann að það væri sniðið eftir dönskum lögum frá 1904. Varla
yrði sagt að til væru nein lög á Íslandi sem vernduðu réttindi rithöfunda;
minntist þó á tvær konunglegar tilskipanir um ritsmíðar, frá 1741 og 1828,
en sagði vafasamt hvort þær hefðu gilt á Íslandi, auk þess sem þær væru
„allsendis ófullnægjandi. Það er þannig bannað að prenta upp aptur það,
sem gefið hefur verið út á prenti, en ekki bannað að taka handrit manna,
og prenta þau að þeim fornspurðum“.80 Mér virðist þetta rétt hjá ráðherra.
Tilskipanirnar snúast um að vernda prentaða texta en ekki höfundarrétt.81
Höfundarréttur komst fyrst verulega til umræðu á Íslandi árið 1889 þegar
Jón Ólafsson ritstjóri flutti á Alþingi frumvarp til laga „um eignarrjett á
sömdu máli“. Frumvarpið var samþykkt á þinginu og sent framkvæmda
valdinu til staðfestingar.82 En því var synjað um konungsstaðfestingu, að
tillögu danska Íslandsráðherrans, vegna ýmissa smáannmarka, auk þess
sem það væri í of mörgum atriðum öðruvísi en dönsk lög um sama efni.83
Eftir þetta hvarf Jón Ólafsson af þingi þangað til 1905 þegar hann kom
78 Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1905 A, Reykjavík: [Alþingi], 1905, bls. 116–131, hér bls.
116. Lögin eru birt bæði á íslensku og dönsku og fylla því 16 blaðsíður í Stjórn
artíðindum.
79 Alþingistíðindi 1905 B, Umræður í báðum þingdeildum og sameinuðu þingi, með yfir-
litum, Reykjavík: [Alþingi], 1905–1906, d. 1531–1558.
80 Sama rit, d. 1531.
81 Lovsamling for Island, indeholdende Udvalg af de vigtigste ældre og nyere Love og
Anordninger, Resolutioner, Instructioner og Reglementer, Althingsdomme og Vedtægter,
Collegial-Breve, Fundatser og Gavebreve, samt andre Aktstykker, til Oplysning om
Islands Retsforhold og Administration i ældre og nyere Tider IX, útgefendur Odd geir
Steph ensen og Jón Sigurðsson 1826–1831, Kjöbenhavn: Andr. Fred. Höst, 1860,
bls. 297–298. Tilskipunin frá 1741 er ekki birt í Lovsamling en nefnd í tilskipuninni
1828 og því bætt við neðanmáls að ekki finnist merki um að hún hafi verið send til
Íslands eða öðlast gildi þar.
82 Alþingistíðindi 1889, Reykjavík: [Alþingi], 1889. A: Yfirlit. Umræður í efri deild og
sameinuðu þingi, d. 357, 401–402, 723; B: Umræður í neðri deild, d. 1110; C: Þing-
skjölin, bls. 495–497.
83 Björn Þórðarson, Alþingi og konungsvaldið: Lagasynjanir 1875–1904, Studia Islandica
XI, Reykjavík: Leiftur, [1949], bls.100–101.
DRÖG Að RÉTTARSÖGU ORðLISTAR Á ÍSLANDI