Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 56
58
með tromp á hendi. En ekki má setja það út of fljótt og sólunda því. Félagar
Sturlu vilja samstundis hefna. Hann sýnir takta sem síðar urðu vinsælir í
Hollývúddmyndum, er pollrólegur og heldur aftur af þeim − rétt í svipinn,
að minnsta kosti: „Vinnið ekki á mönnum, fyrr en eg segi, hvar niðr skal
koma.“ Þetta er fyrsta hótunin. Hann áskilur sér rétt til axarhöggsins en
bíður með að láta höggið ríða og það á ekki að hitta Þorbjörgu fyrir, kon-
una, heldur einhvern karlinn í hennar liði.39
Sturla er samkvæmur sjálfum sér og getur því ekki setið á sér að spauga;
það eykur heldur á ógnina. Þessi aðferð, að leggja atvik fram þannig að
ekki fari milli mála sú kalda staðreynd að hann hafi náð yfirhöndinni, er
ískrandi meinhæðin. Þorbjörg hafði sýnt honum ást í verki, ófágaða; ást
kvenna getur birst með furðulegasta móti, svo hann bætir við: „lengi hefir
vinfengi okkart Þorbjargar verit mikið.“ Allt hefði þetta verið máttlaust
ef ekki hefði verið fyrir þær sakir að gamanmálin viðhefur Sturla með
andlitið alblóðugt, sem hann ber hönd yfir, af kurteisi skýldi hann sárinu,
næstum eins og hann vildi ekki móðga konuna.
„Setist menn niðr, ok tölum um sættina.“ Ekki sætt eftir limlesting-
artilraunina. Þá kröfu ætlar hann ræða við Pál síðar, þegar samkomulag
um jörð Þóris auðga liggur fyrir: „Ræði menn fyrst um sættir með ykkr
Böðvari. Einskis er þetta vert, ok munum vit Páll mágr ræða um þetta
síðar.“ Þetta er önnur hótun hans sem jafnframt er veigamest.
Í samningafræðum kallast þetta að leggja línurnar. Miklu getur skipt
fyrir niðurstöðuna í hvaða röð meginatriði eru lögð fram í samningavið-
ræðum. Ef atriði X kemur fram í upphafi, hefur lausn þess áhrif á afstöð-
una til Y, eða getur, að minnsta kosti, hindrað mögulegar niðurstöður um
Y; eða, eins og á við í umræddu máli, er aðalatriði að Y, hnífstungan, sem
kom til umræðu síðar, vofir yfir umræðum um X, sem snúast um góss Þóris
auðga, og setur þannig takmörk á mögulega niðurstöðu hvað það varðar.
Sturla leggur línurnar af snilld. Engu skiptir hversu lítið Böðvarsmenn
höfðu til síns máls í byrjun, nú vofir yfir krafa Sturlu vegna sársins og hann
slær henni á frest þar til niðurstaða hefur fengist fyrir Böðvar. Skilaboð
Sturlu eru skýr: Páll, annað hvort fellstu á að skipta upp búi Þórðar eða við
fylgjum stunguárásunni eftir með fullum þunga og þar get ég sótt þig um
skóggangssök. Við tökum kannski vægar á því ef þú verður samvinnuþýð-
ari í jarðardeilunum. Að öðrum kosti máttu vita að við vinnum upp mis-
39 Páll er ekki líklegur til þess að lenda undir öxinni því hann er gamall klerkur og
þekkir vel valdameira fólk en Sturla gerir, eins og kemur brátt í ljós.
WIllIaM Ian MIller