Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 57
59
muninn með þeim skaðabótum sem ég krefst vegna stungunnar. Sturla
lofar þó engu; nefnir engar tölur varðandi hnífstunguna. Tilgangurinn
er að gera Páli beyg. Tvær axir eru nú reiddar til höggs yfir höfði hans:
raunverulega ógnin af mönnum Sturlu sem klæjar í fingurgómana af löng-
un til að hefna fyrir árásina á foringja sinn og táknræn ógn um málaferli
vegna morðtilræðisins.
Sturla er vægðarlaus, þykist vinsamlegur þegar hann kallar Pál mág sinn
af sömu slægð og þegar hann slær á létta strengi um ástleitni Þorbjargar,
eða þegar hann býður til sætis svo ræða megi mál Böðvars, eða þegar hann
ber höndina fyrir andlit með tilgerðarlegri viðkvæmni. Hann ögrar með
því að leyfa öllum að skynja að nú leikur hann sér að því að skipa málunum
tveimur og hann vill að allir finni fyrir yfirburðunum sem hann hefur náð.
Stöldrum við og könnum hvað Sturla meinar með orðinu mágur. Þorbjörg
og Sturla eru þremenningar, en að ávarpa Pál með orði sem að öllu jöfnu
er notað um bróðurson föðurson eða tengdason, er allt annað en vingjarn-
legt. Í hæðnislegu orðavali Sturlu felst hótun, augljóst spott.40 Hugleiðið
hvað orðið „vinur“ getur orðið fjandsamlegt þegar það er notað sem ávarp
eða í tilvísunarsetningu með eiginnafni. Þessi aðferð var ekki síður áhrifa-
rík þá en nú. Ekki satt, vinur? Jú, Páll.41
Tilvitnunin hér að ofan afhjúpar vel taugaveiklun og uppgerðarkæti
Páls þegar hann reynir í örvæntingu sinni að bjarga því sem bjargað verð-
ur: „lízt mér þetta umræðuvert, sem nú hefir í gerzt, að snúa nökkut áleið-
is.“ En um leið og Páll fær sér sæti við samningaborðið, að áeggjan Sturlu,
gefur hann til kynna að hann sé samvinnuþýður. Erfðadeilurnar sem höfðu
staðið yfir í heilt ár leysast skyndilega. Böðvar fær sinn þriðjung.42
Undir lok fundar hvetja vinir Páls hann til þess að veita Sturlu sjálf-
dæmi vegna augnáverkans. Páll hikar − enda líkist Sturla hinum eineygða
40 Sjá einnig William Ian Miller, Bloodtaking and Peacemaking, bls. 158 og 168. Hægt
er að finna dæmi um notkun á orðinu mágr yfir frændfólk í tengdafjölskyldum, en
það er þó sjaldgæft.
41 Sjá t.d. svipað falska notkun á annars jákvæðum fornöfnum þegar Þorsteinn segir
við Þórð: „Vita vildi ek þat, Þórður minn, hvárt þat varð þér voðaverk er ek fékk
af þér högg í fyrra sumar á hestaþingi eða hefir þat at vilja þínum orðið“. Þorsteins
þáttur stangarhöggs, í Íslendinga sögur, 10. bindi, Austfirðinga sögur, Guðni Jónsson
gaf út, Reykjavík: Íslendingasagnaútgáfan, 1953, bls. 63−76, bls. 67.
42 Sautján árum eftir dauða Páls stóðu enn erfðadeilur milli ættmenna hans um
jarðir hans og eiga þar margar sömu persónur hlut að máli, sjá Sturla Þórðarson,
Íslendingasaga, í Sturlunga saga, 2. bindi, Guðni Jónsson gaf út, Reykjavík: Ís-
lendingasagnaútgáfan og Haukadalsútgáfan, 1948, 16. kafli.
HAFT Í HóTUNUM