Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 69
72
við Kristinna laga þátt Grágásar, sem þá var gildandi löggjöf um kristni og
kirkju, heldur að löggjöf landsins skyldi skapa kirkju frelsi á Íslandi upp að
því marki að stofnunin gæti starfað óhindrað. Í raun lýstu Íslendingar sig
fúsa til að gangast undir lög og yfirvald Rómakirkjunnar og að gera þær
breytingar á lögum sem til þurfti svo kirkja yrði að óháðri valdastofnun
innanlands.13
Ákvörðun Íslendinga um að ganga Noregskonungi á hönd 1262–1264 fól
ljóslega í sér afnám goða- eða höfðingja veld isins og tilkomu valdastofnunar
sem ekki hafði verið fyrir hendi áður í landinu.14 Staðan var þá orðin sú að
fyrir lágu lögbundnar skuldbindingar Íslendinga gagnvart kirkju stofnuninni
og konungi. Þetta kallaði á fulla endurskoðun löggjafarinnar því augljóst er
að Grágás stóð hvergi undir þessum fyrir ætlunum. Eins og Sigurður Líndal
hefur bent á var hið forna réttarfar „talið úrelt, bæði dóm stólaskipan og
málsmeðferð, enda nýjar hug myndir óðum að ryðja sér til rúms“.15
Endurskoðun laga var jafnnauðsynleg fyrir Noreg og Ísland. Ljóst
var að ef valdi og verkefnum ríkisins yrði deilt milli andlegra og verald-
legra valdhafa myndi ríkið ekki aðeins styrkjast á alþjóðavettvangi, heldur
einnig völd konungs innanlands. Undirbúningur fyrir gagn gera uppstokk-
un á stjórnskipan og öllu réttarfari í Noregi hafði hafist þegar á ár unum
1250–1252 þegar breyt ing ar voru gerðar á kristinrétti en þær hljóta að
hafa tengst niðurstöðum heimsóknar kardínálans árið 1247.16 Eftir að
Íslendingar höfðu gengist Noregskonungi á hönd á árunum 1262–1264
urðu þeir aðilar að þessari markvissu endurskoðun laga í norska ríkinu.17
13 Í bók Láru Magnúsardóttur Bannfæringu er alþingissamþykktin 1253 rædd í sam-
hengi við sættargerðir bls. 348–351.
14 Ólafur Lárusson, „Stjórnskipun og lög lýðveldisins íslenzka“, Lög og saga, Reykja-
vík: Lögfræðingafélag Íslands, 1958, bls. 73. Ólafur tengdi ákvörðun Íslendinga um
stjórnskipunarbreytingarnar beint við Noregsheimsókn Vilhjálms kardínála 1247,
sama rit bls. 55.
15 Sigurður Líndal, „Hvers vegna var Staðarhólsbók skrifuð?“, Tímarit lögfræðinga
48/4/1998, bls. 279–302, hér bls. 297. Grá gás ar lögin eru reyndar ekki til í hand-
ritum sem eru yngri en frá síðari hluta 13. aldar og margir hafa orðið til að spyrja
hvers vegna lög voru skrifuð niður sem voru um það bil að falla úr gildi. Niðu r staða
Sig urðar Líndal er sú „að verkið hafi verið þáttur í undirbúningi þeirrar endur-
skoð unar lög gjaf ar innar sem hafin var“, bls. 298.
16 Anna Irene Riisøy og Bjørg Dale Spørch, „Dateringen av nyere Borgartings krist-
enretter“, Collegium Medievale 12/1999, bls. 57–74, hér bls. 67–69.
17 Sigurður Líndal, „Hvers vegna var Staðarhólsbók skrifuð?“, bls. 291–292. Heimild-
ir um þessi mál, aðdraganda þeirra og eftirmála eru fjölmargar aðrar en Árna saga,
t.d. frásagnir Sturlungasögu, skipanir kirkjuhöfðingja, þýddar kirkjulagagreinar,
konungsbréf og annálar. Hið sama gildir um fræðirit sem skrifuð hafa verið um þau,
Lára Magnúsardóttir