Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 76
79
II. Um lögtöku Jónsbókar og eftirmál þess
Til þess að skilja söguna af ferð Lofts Helgasonar til Noregs árið 1282 þarf
að greina hana nákvæmlega innan átakanna sem urðu eftir að Eiríkur hafði
tekið við völdum. Magnús konungur hafði sent Járnsíðu til Íslands og
fengið hana aftur til endurskoðunar 1273 og haustið 1280 kom út til Íslands
Loðinn leppur, erindreki Eiríks konungs, með lögbók sem hefur gengið
undir heitinu Jónsbók.34 Loðinn ferðaðist um landið veturinn 1280 til 1281
með boðskap nýja konungsins ásamt Jóni Einarssyni, þeim sem Jónsbók er
kennd við, en hann var lögmaður, lendur maður og embættismaður kon-
ungs. Jónsbók var lögð fram á næsta þingi, sumarið 1281 og lögtekin.
Jónsbók var endurskoðuð útgáfa af Járnsíðu en í sjálfu sér ekki ný lög-
bók. Rétt leið til að ná fram lagabreytingum var að konungur legði fram
tillögu sem Alþingi tæki til skoðunar og sendi aftur með athugasemdum
sem konungur tæki til skoðunar. Að því búnu fengi Alþingi lögin aftur
til umfjöllunar og sendi viðbrögð til konungs og voru engin lagaleg tak-
mörk á því hve oft lögin yrðu send á milli aðila. Var þetta sama aðferð og
þegar sættargerðin var í undirbúningi og þegar samningar náðust milli
Norðmanna og Vilhjálms kardínála 1247. Ástæða þess að átta ár tók að
yfirfara lögin tel ég að liggi í því að samningarnir voru flóknir og pólitískur
þrýstingur mikill.35 Fræðimenn gera stundum ráð fyrir að Jónsbók hafi
endurspeglað vilja Magnúsar konungs en Árna saga tekur af allan vafa um
að Loðinn leppur var erindreki Eiríks konungs og fulltrúi hans stefnu:
„Það sama sumar kom út Loðinn leppur í Vestmanneyjar með boðskap
hins unga kóngs“ (71).36 öfugt við Járnsíðu, sem náði aðeins til veraldlegra
34 Jónsbók hefur margoft verið gefin út en þar sem er vísað til hennar hér er notuð
þessi útgáfa: Jónsbók. Lögbók Íslendinga [Hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og
endurnýjuð um miðja 14. öld en fyrst prentuð árið 1578], Már Jónsson tók saman,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004.
35 Sigurður Líndal hefur giskað á að strjálbýli landsins skýri hve langan tíma tók að
yfirfara Járnsíðu, en bent jafnframt á að erfitt sé að finna þeirri lífseigu söguskoðun
stað í heimildunum að Íslendingar hafi tekið Járnsíðu illa. „Hvers vegna var Stað-
arhólsbók skrifuð?“, bls. 289.
36 Þessarar hefðar sér til dæmis stað þar sem Magnús Lyngdal Magnússon gerir
ráð fyrir því að Jónsbók hafi end urspeglað áform Magnúsar konungs og þar með
ágreining milli þeirra Árna biskups. Magnús segir: „Sam komu lag eða sátt í málinu
náðist ekki fyrir dauða Magnúsar lagabætis árið 1280. Þá hafði hann lokið við að
láta semja nýja lögbók fyrir Íslendinga, Jónsbók, sem Jón Einarsson og Loðinn
leppur sigldu með út sama ár.“ Magnús Lyngdal Magnússon, „Inngangur“, bls.
59. Þessa sýn má rekja að minnsta kosti aftur til Árbókar Espólíns þar sem segir
um komu Loðins og Jóns Einarssonar: „Þeir fóru med lögbók Magnúsar konúngs
LOFTUR HELGASON FER TIL BJöRGVINJAR