Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 107
110
Þetta gæti varpað ljósi á hvers vegna presturinn játar á sig glæp sem
hann hefur ekki og man ekki eftir að hafa framið. Eins og Peter Brooks
hefur bent á ber að líta á falskar játningar sem sjálfstjáningu; játningin hefur
verið viðurkennd tjáning sjálfsins frá því á dögum rómantíkurinnar en eitt
veigamesta dæmið sem Brooks ræðir er ritið Les Confessions (Játningar) eftir
JeanJacques Rousseau.26 Hvort sem viðkomandi er sekur eða ekki hefur
játningin ósjálfrátt magnað aðdráttarafl. Þörfin fyrir að játa, sem drifin er
áfram af stöðugri og alltumlykjandi sektarkennd, getur jafnvel orðið sann
leiksástinni yfirsterkari: „Þar sem það er alltaf næg sektarkennd á kreiki er
ávallt hægt að framkalla þær játningar sem eftirspurn er eftir, og bæling
sektarkenndarinnar er í sjálfu sér öflugur hvati játninga,“ skrifar Brooks.27
Hvatinn að játningu prestsins er almenn sektarkennd hans. Hann telur
að jafnvel þótt hann sé ekki sekur um morðið á Níelsi brúsa hafi hann
framið aðra glæpi og því sé ekki nema sanngjarnt að réttað sé yfir honum.
Brooks ber játningu á glæp frammi fyrir rannsóknarlögreglumanni saman
við játningar sjúklings í sálfræðimeðferð og hins trúaða í skriftastólnum.
Í öllum þremur tilvikum stjórnast aðstæður af þeirri grunnþrá viðkomandi
að afhjúpa sekt sína og skömm.
Í Vaðlaklerki má sjá öll þrjú formin sameinast í senunni þegar prestur
játar sekt sína. Hann játar á sig glæp, játningin verður til þess að hann
finnur samstundis til sálræns léttis og hún sannar líka að hann, sem krist
inn maður, hefur axlað ábyrgð á sekt sinni og sé fyrir vikið verðugur guð
legrar náðar. Með játningunni stígur presturinn fyrsta skrefið í átt að and
legri upprisu sinni, hann leggur fram fyrstu vísbendingarnar um þessa
upprisu strax fyrir dauða sinn á aftökustaðnum þar sem hann, eins og
Álatjarnarprestur segir í dagbókarfærslum sínum, flytur ræðu um reiðina
af slíkri „ógnar kynngi, röggsemd og einlægnum guðsótta“ að allir við
staddir fyllast meðaumkun og aðdáun.28 Fullkomin játning opnar þannig
hlið náðarinnar.
Sé sagan túlkuð sem epísk hetjusaga eru örlög prestsins gleðiefni. öðru
máli gegnir um Eirík dómara Sörensen. Dagbókarskrif hans einkennast af
efagjörnum en þrálátum tilraunum hans til að réttlæta eigin gjörðir. Þó að
hann skrifi dagbókarfærslurnar áður en hann kemst að því að presturinn sé
saklaus er hann meðvitaður um eigin bresti, bæði í einkalífinu og starfi sínu
sem dómari. ólíkt ræðu prestsins ber dagbókin ekki vott um „röggsemd
26 Peter Brooks, Troubling Confessions, bls. 9.
27 Sama rit, bls. 21.
28 Steen Steensen Blicher, Vaðlaklerkur, bls. 72.
Karen-MargreThe SiMonSen og DiTlev TaMM