Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 108

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 108
111 og einlægan guðsótta“; þvert á móti einkennist hún af eyðum, efasemdum, hikandi orðalagi og jafnvel þversögnum. Fyrir vikið eru dagbókarskrif dóm­ arans máttlaus. Við skynjum að Eiríkur leynir fleiru milli línanna en hann greinir frá með beinum hætti og skrif hans, jafnvel í enn ríkara mæli en játning prestsins, eru gegnsýrð af sektarkennd. Sektarkennd dómarans er hins vegar ólík sektarkennd prestsins, þar sem útilokað er að miðla þeirri fyrrnefndu í samhangandi frásögn. Með vissum hætti er dagbók Eiríks enn augljósara dæmi um falska játningu en opinber játning prestsins Sörens. Í samanburði við máttleysislega, ósjálfráða játningu Eiríks sýnir bein­ skeytt og áhrifarík játning prestsins vel fram á hvert samband er á milli frásagnar og sektarkenndar. Máli skiptir að við höfum aðeins aðgang að játningu prestsins í ófullkominni endursögn dómarans. Rétt eins og glæpamaður getur komið upp um sekt sína þegar hann reynir að setja saman sögu sem á að sanna sakleysi hans, virðist játning dómarans, sem hann telur vera hetjulega sjálfs­afhjúpun, í raun vera yfirklór. Með texta dagbókarinnar kemur hann óvart upp um þá djúpstæðu sektarkennd sem mótar alla frásögn hans. Þetta verður enn ljósara vegna þess hvernig hans eigin játning stingur í stúf við afdráttarlausa játningu prestsins en hún verður hið fullkomna viðmið í þessu sambandi. Blicher virðist líka benda á þetta með öðrum hliðstæðum í sögunni, það er lýsingunni á sambandi Eiríks við hinn slóttuga Martein brúsa. Í fyrsta hluta sögunnar óttast Eiríkur að fjölskylda þeirra Brúsa­bræðra ætli að hefna fyrir illa meðferð klerks á Níelsi og skrifar af því tilefni: „Raunar má búast við, að Brúsinn sæti færis að gera upp við hann sakirnar, en sem betur fer eru lög og réttur í landi; enginn þarf að óttast, að gengið verði á hluta hans að ósekju.“29 Síðar, þegar Marteinn gefur í skyn að það séu óeðlilega náin tengsl milli dómarans og hins ákærða prests, notar hann sama orðalag: „Mér er sagt, að lög og réttur ríki í landi hér; ætti því morð­ ingja að vera hegning vís, enda þótt hann væri tengdur sjálfum stiftamt­ manninum.“30 Dómarinn er þannig tengdur með beinum hætti við þorp­ arann í sögunni með því að láta þá taka líkt til orða og lýsa áþekkri afstöðu til réttlætisins. Báðir vitna þeir Marteinn og Eiríkur um trú sína á lög og rétt; þannig ber dómarinn á öðrum stað „veg réttlætisins“ saman við „hlið­ argötu hlutdrægninnar“. 31 29 Sama rit, bls. 19. 30 Sama rit, bls. 26. 31 Sama rit, bls. 11. LöG OG BóKMENNTIR Í DöNSKU SAMHENGI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.