Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 108
111
og einlægan guðsótta“; þvert á móti einkennist hún af eyðum, efasemdum,
hikandi orðalagi og jafnvel þversögnum. Fyrir vikið eru dagbókarskrif dóm
arans máttlaus. Við skynjum að Eiríkur leynir fleiru milli línanna en hann
greinir frá með beinum hætti og skrif hans, jafnvel í enn ríkara mæli en
játning prestsins, eru gegnsýrð af sektarkennd. Sektarkennd dómarans er
hins vegar ólík sektarkennd prestsins, þar sem útilokað er að miðla þeirri
fyrrnefndu í samhangandi frásögn. Með vissum hætti er dagbók Eiríks enn
augljósara dæmi um falska játningu en opinber játning prestsins Sörens.
Í samanburði við máttleysislega, ósjálfráða játningu Eiríks sýnir bein
skeytt og áhrifarík játning prestsins vel fram á hvert samband er á milli
frásagnar og sektarkenndar. Máli skiptir að við höfum aðeins aðgang
að játningu prestsins í ófullkominni endursögn dómarans. Rétt eins og
glæpamaður getur komið upp um sekt sína þegar hann reynir að setja
saman sögu sem á að sanna sakleysi hans, virðist játning dómarans, sem
hann telur vera hetjulega sjálfsafhjúpun, í raun vera yfirklór. Með texta
dagbókarinnar kemur hann óvart upp um þá djúpstæðu sektarkennd sem
mótar alla frásögn hans. Þetta verður enn ljósara vegna þess hvernig hans
eigin játning stingur í stúf við afdráttarlausa játningu prestsins en hún
verður hið fullkomna viðmið í þessu sambandi. Blicher virðist líka benda
á þetta með öðrum hliðstæðum í sögunni, það er lýsingunni á sambandi
Eiríks við hinn slóttuga Martein brúsa.
Í fyrsta hluta sögunnar óttast Eiríkur að fjölskylda þeirra Brúsabræðra
ætli að hefna fyrir illa meðferð klerks á Níelsi og skrifar af því tilefni:
„Raunar má búast við, að Brúsinn sæti færis að gera upp við hann sakirnar,
en sem betur fer eru lög og réttur í landi; enginn þarf að óttast, að gengið
verði á hluta hans að ósekju.“29 Síðar, þegar Marteinn gefur í skyn að það
séu óeðlilega náin tengsl milli dómarans og hins ákærða prests, notar hann
sama orðalag: „Mér er sagt, að lög og réttur ríki í landi hér; ætti því morð
ingja að vera hegning vís, enda þótt hann væri tengdur sjálfum stiftamt
manninum.“30 Dómarinn er þannig tengdur með beinum hætti við þorp
arann í sögunni með því að láta þá taka líkt til orða og lýsa áþekkri afstöðu
til réttlætisins. Báðir vitna þeir Marteinn og Eiríkur um trú sína á lög og
rétt; þannig ber dómarinn á öðrum stað „veg réttlætisins“ saman við „hlið
argötu hlutdrægninnar“. 31
29 Sama rit, bls. 19.
30 Sama rit, bls. 26.
31 Sama rit, bls. 11.
LöG OG BóKMENNTIR Í DöNSKU SAMHENGI