Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 131
152
kring um sig, ekki ósvipað því sem Vala hefði gert meðan mennirnir skipt-
ust á að nauðga henni.“30 Árásin á Báthory er þannig táknrænt tengd við
kynferðisofbeldi, lyfjaeitranir og nauðganir.
Næst kemur röðin að morðingjum Völu. Þær Sóley og kata ráðast
inn á heimili Garðars og pynta hann þar til hann játar að hafa átt aðild að
morðinu á Völu ásamt þeim Atla og Birni Bola, líkt og kötu hafði grun-
að. Þær myrða Garðar með rafbyssu og bregða síðan snöru um hálsinn á
líkinu og hengja það upp þannig að það liti út fyrir að hann hafi framið
sjálfsmorð. Endalok Garðars eru því á táknrænan hátt tengd örlögum fjöl-
margra fórnarlamba kynferðisofbeldis sem falla fyrir eigin hendi. Dauða
Atla ber að með skjótari hætti eftir að kata skvettir sýru yfir andlitið á
honum. Árásin er með augljósum hætti tengd hefndaraðgerðum karla gegn
konum í ákveðnum hluta heimsins.
Að lokum er komið að Birni Bola sem er lýst sem erkitýpu fyrir þá
þjóðfélagshópa sem kata og Sóley kalla „hnakka og skinkur“. Björn er
vaxtarræktarfrömuður sem baðar sig í ljósi fjölmiðla þrátt fyrir opinber
tengsl sín við glæpastarfsemi. Einnig er hann málsvari öfgafullrar æsku-
og útlitsdýrkunar, hann aðhyllist tvíhyggju um eðli kynjanna og ummæli
hans á opinberum vettvangi einkennast af mikilli kvenfyrirlitningu. Í huga
kötu er Björn holdgervingur feðraveldisins og um leið verðugur and-
stæðingur; því bæði aðhyllast þau öfgakenndar en þó afar ólíkar skoðanir.
Uppgjör þeirra á sér stað á veitingahúsi þar sem kata kemur Birni í opna
skjöldu; hún stekkur uppá bakið á honum, læsir nöglunum í slagæðina og
rífur hana í sundur. Morðið er enn ein táknmyndin af aðförum karlmanna
gegn konum, því kata rífur Björn Bola á hol rétt eins og hún hefur sagt að
nauðgarar geri við konur.
Í síðasta kafla verksins situr kata í einangrun í kvennafangelsinu í
kópavogi og hefur verið dæmd fyrir þrjú morð. Hefndaraðgerðir henn-
ar hafa vakið mikla athygli fjölmiðla og í viðtölum talar hún um stríð
kynjanna og að kynbundið ofbeldi sé stærsta réttlætismál samtímans.
Í kjölfarið lýsa margar konur yfir stuðningi við hana og úti í heimi verða
til aðgerðahópar, eða hryðjuverkahópar, sem kenna sig við kötu og hefna
sín á karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Aðgerðir kötu hafa því skap-
að nýja réttlætisvitund sem einkennist af ofbeldi og er ætlað að halda
ofbeldishneigðum karlmönnum í skefjum. Í gegnum skáldsöguna er les-
endum gert ljóst að hefndin sé réttlætanleg og jafnvel nauðsynleg, þó að
30 Sama rit, bls. 319.
Einar Kári Jóhannsson