Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 131

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 131
152 kring um sig, ekki ósvipað því sem Vala hefði gert meðan mennirnir skipt- ust á að nauðga henni.“30 Árásin á Báthory er þannig táknrænt tengd við kynferðisofbeldi, lyfjaeitranir og nauðganir. Næst kemur röðin að morðingjum Völu. Þær Sóley og kata ráðast inn á heimili Garðars og pynta hann þar til hann játar að hafa átt aðild að morðinu á Völu ásamt þeim Atla og Birni Bola, líkt og kötu hafði grun- að. Þær myrða Garðar með rafbyssu og bregða síðan snöru um hálsinn á líkinu og hengja það upp þannig að það liti út fyrir að hann hafi framið sjálfsmorð. Endalok Garðars eru því á táknrænan hátt tengd örlögum fjöl- margra fórnarlamba kynferðisofbeldis sem falla fyrir eigin hendi. Dauða Atla ber að með skjótari hætti eftir að kata skvettir sýru yfir andlitið á honum. Árásin er með augljósum hætti tengd hefndaraðgerðum karla gegn konum í ákveðnum hluta heimsins. Að lokum er komið að Birni Bola sem er lýst sem erkitýpu fyrir þá þjóðfélagshópa sem kata og Sóley kalla „hnakka og skinkur“. Björn er vaxtarræktarfrömuður sem baðar sig í ljósi fjölmiðla þrátt fyrir opinber tengsl sín við glæpastarfsemi. Einnig er hann málsvari öfgafullrar æsku- og útlitsdýrkunar, hann aðhyllist tvíhyggju um eðli kynjanna og ummæli hans á opinberum vettvangi einkennast af mikilli kvenfyrirlitningu. Í huga kötu er Björn holdgervingur feðraveldisins og um leið verðugur and- stæðingur; því bæði aðhyllast þau öfgakenndar en þó afar ólíkar skoðanir. Uppgjör þeirra á sér stað á veitingahúsi þar sem kata kemur Birni í opna skjöldu; hún stekkur uppá bakið á honum, læsir nöglunum í slagæðina og rífur hana í sundur. Morðið er enn ein táknmyndin af aðförum karlmanna gegn konum, því kata rífur Björn Bola á hol rétt eins og hún hefur sagt að nauðgarar geri við konur. Í síðasta kafla verksins situr kata í einangrun í kvennafangelsinu í kópavogi og hefur verið dæmd fyrir þrjú morð. Hefndaraðgerðir henn- ar hafa vakið mikla athygli fjölmiðla og í viðtölum talar hún um stríð kynjanna og að kynbundið ofbeldi sé stærsta réttlætismál samtímans. Í kjölfarið lýsa margar konur yfir stuðningi við hana og úti í heimi verða til aðgerðahópar, eða hryðjuverkahópar, sem kenna sig við kötu og hefna sín á karlmönnum sem beita konur ofbeldi. Aðgerðir kötu hafa því skap- að nýja réttlætisvitund sem einkennist af ofbeldi og er ætlað að halda ofbeldishneigðum karlmönnum í skefjum. Í gegnum skáldsöguna er les- endum gert ljóst að hefndin sé réttlætanleg og jafnvel nauðsynleg, þó að 30 Sama rit, bls. 319. Einar Kári Jóhannsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.