Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 136
157
ég reif harkalega í hár hennar og sneri henni á magann. ég tók
leðurbeltið af buxunum mínum og setti utan um hálsinn á henni.
Umhugsunarlaust þrengdi ég að öndunarveginum á meðan ég reið
henni harkalega aftan frá. Því ég vildi kæfa hana. Því hún var hvort
eð er að kafna. ég vildi að hún fyndi til. ég vildi fyrst og fremst
ganga fram af henni. Hún var búin að gefa mér þetta einkennilega
vald sem aðeins ástin getur sannfært fólk um að gefa sjálfviljugt. Í
stað þess að þiggja það með þökkum og umgangast þessa gjöf af
þeirri virðingu sem hún átti skilið, þá ákvað ég þarna – án þess að
hugsa sérstaklega út í það – að misnota það gróflega.38
Rétt áður en þetta atvik átti sér stað hafði Sölvi beðið Söru um að veita
honum ekki vald yfir henni því hann mundi misnota það. Honum er ljóst
að framkoma hans veldur Söru mikilli vanlíðan en hann getur ekki hamið
sig. Niðurlæging Söru nær svo hámarki þegar Sölvi lætur hana afklæðast í
porti í miðbænum á meðan hann horfir á og reykir. Það er því erfitt fyrir
hefst oftar en ekki með samþykki. Í miðjum klíðum getur öðrum aðilanum snúist
hugur og viljað stoppa, en hinn heldur áfram og beitir til þess afli eða ofbeldi. kata
kallar þetta „venjulegar nauðganir“ og segir að frammi fyrir dómstólum þá neiti
sak borningur nær alltaf sök og þar með verður ómögulegt að sanna atburðina.
kata talar svo aftur um „alvöru nauðgun“ þegar hún á við að ókunnugur maður
ráðist á konu og nauðgi henni og hún bætir við að þannig nauðganir séu algengar
í kvikmyndum og fjölmiðlum en ekki í sama mæli í raunveruleikanum. Í skáld-
sögunni Kötu eru „alvöru nauðganir“ til umfjöllunar en í Góðu fólki er fjallað um
„venjulegar nauðganir“. Hins vegar er Sölvi aldrei sakaður um nauðgun en hann
notar afl og ofbeldi í kynlífi og gengur þannig fram af Söru. Hún biður hann um
að hætta en þegar aðförunum er lokið þá grætur hún og augljóst er að henni líður
illa og er reið yfir því sem gerðist. Þetta veit Sölvi en endurtekur samt athæfið.
38 Valur Grettisson, Gott fólk, bls. 275. Þegar þetta á sér stað er Sölvi nýbúinn að horfa
á gróft klám og í sögunni er nokkuð spilað með hugmyndir um klám sem áhrifavald
á nauðganir eða brenglaðar hugmyndir um kynlíf. Einnig kemur nokkrum sinnum
fram að Sara hafi ekki staðið nógu sterk á móti Sölva, þó að aldrei sé farið alla leið
í að leita skýringa á ofbeldi hjá þolanda. Það eru fyrst og fremst konur í verkinu
sem vilja ekki líta á Söru sem máttlaust fórnarlamb og segja að hún hafi alltaf
haft möguleika á að yfirgefa Sölva. Hún spyr sig líka sjálf hvers vegna hún hafi
látið ofbeldið yfir sig ganga og nærtækustu skýringarnar eru ást hennar á Sölva.
Í bloggfærslu Gerðar, vinkonu Söru, segir hún að Sara „[l]eyfði honum að vaða yfir
sig. Leyfði honum að niðurlægja sig; kúga sig kynferðislega, jafnvel á opinberum
stöðum. Maðurinn, eins og hákarl sem finnur lykt af blóði langar leiðir, fann að
hún var særð. Hjálparvana. Og hann gekk á lagið. Niðurlægði hana enn frekar
og réttlætti ofbeldið eflaust fyrir sjálfum sér með því að hún væri á einhvern hátt
samþykk því. Hann horfði fram hjá því að hún hafði ekki styrk til þess að stöðva
hann. Segja nei.“ Sama rit, bls. 124.
HEiMATiLBúið RéTTARkERFi