Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 137
158
lesendur að finna til samúðar með Sölva þótt verkið lýsi hans hlið á málum
og hann líti sjálfur svo á að ábyrgðarferlið feli í sér óréttláta refsingu.
Í staðinn er lesendum gefið færi á að sjá Sölva bæði sem fórnarlamb og
illmenni; en þar sem sögumaðurinn er hlutdrægur dregur það úr trúverð-
ugleika fyrri kostsins.
Ábyrgðarferlið heldur áfram að minna á dómsmál þegar Grímur og
Sölvi hittast ásamt lögfræðimenntuðum vinum sínum í þeim tilgangi að
komast að samkomulagi. Sölvi skrifar undir plagg þess efnis að hann við-
urkenni ofbeldið og ætli að leita sér hjálpar; en þó aðeins með hálfum huga
þar sem hann vill helst af öllu sleppa undan frekari ásökunum. Honum
er síðan alfarið meinað að nálgast Söru, auk þess sem kaffihúsum, veit-
ingastöðum og börum miðborgarinnar er skipt upp á milli þeirra, til að
draga úr líkum á að þau rekist hvort á annað. Í kjölfarið spyrst málið út og
það skapast mikil umræða um það á netinu, en þau viðbrögð skilgreinir
Sölvi sem samfélagslega refsingu. Fyrst birtir vinkona Söru bloggfærslu
um ofbeldi og ábyrgðarferlið og í kjölfarið fara vinir og kunningjar Sölva
að rífast um málið á samfélagsmiðlum. Hann er ekki nafngreindur í blogg-
inu en hann finnur reiðina hlaðast upp í kring um sig og veit að það er
verið að ræða um hann: „Mér líður eins og ég gæti orðið úthrópaður
ofbeldismaður af sturluðum múg. Eini munurinn er sá að múgurinn hefur
skipt sveðjum og heykvíslum út fyrir lyklaborð og tölvuskjái.“39 Smám
saman einangrast hann félagslega, á Facebook fær hann enga athygli og
margir útiloka eða eyða honum af vinalistum: „ég er eyland. Því þann-
ig afgreiðum við ofbeldismenn á Íslandi; með þögninni.“40 Umræða um
ábyrgðarferlið heldur áfram í samfélaginu og nær hámarki þegar birt er
blaðaviðtal við Söru þar sem hún lýsir málavöxtum og nafngreinir Sölva.
Hann mætir ásökununum með hroka og yfirgangi og bæði netverjar og
hans nánastu snúa við honum baki. Í kjölfarið hættir hann að mæta á bar-
inn, skráir sig af Facebook, er rekinn úr stjórnmálaflokknum Dagrenningu
og missir loks vinnuna. Að lokum gengst hann að fullu við ásökunum Söru
og óskar eftir dómi:
Eina leiðin til þess að halda áfram er að sæta refsingu í samræmi við
glæpinn. Þess vegna hef ég ákveðið að gefa mig fram við lögreglu.
Játa glæp minn. Leyfa málinu að fara sína leið í réttarkerfinu. ég
vil réttláta málsmeðferð. ég vil að sönnunargögn verði tínd til, að
39 Sama rit, bls. 130.
40 Sama rit, bls. 139.
Einar Kári Jóhannsson