Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Síða 163
168
úrbótum. Það er svo annað mál að samskipti hans og kirkjuleiðtoga sam-
tímans þróuðust með þeim hætti að hreyfingin fór úr böndunum jafnvel
svo mjög að Lúther sá sitt óvænna að taka í taumana og sporna gegn því að
sjónarmið hans hefðu of róttækar afleiðingar.8 Líta má svo á að siðbótinni
ljúki með því að fram kom fastmótuð lúthersk kirkja álíka stofnunarvædd
og sú er risið var gegn.9
Þegar kirkjuklofningur var orðinn að veruleika varð þess skammt að
bíða að siðbótarhreyfingin tæki að hafa pólitískar afleiðingar að nútíma-
skilningi og fléttast þar með saman við breytingar á ríkisvaldinu sem urðu
um svipað leyti. Í upphafi hafði hreyfingin aftur á móti verið bundin við
það svið sem nú á dögum er skoðað sem trúar- eða kirkjulegt og þar með
„prívat“ eða einkalegt. Þróuninni á hinu opinbera sviði virðist raunhæft að
skipta í tvo hluta. Annars vegar er þá átt við að fram hafi komið lúthersk
kirkja er starfaði í nánum tengslum við ríkisvaldið en hins vegar að fram
hafi komið ríkisvald sem í Danaveldi var augljóslega grundvallað á lúth-
erskum hugmyndum. Þegar um þessa trúar-pólitísku þróun er að ræða er
þörf á öðru heiti en siðbót. Hér verður hún nefnd siðaskipti og líta má svo
á að þau hafi að fullu verið gengið yfir þegar fram voru komin lúthersk
kirkja og konungsríki.
Er þá enn ónefnd sú breyting er hugarheimur, lífshættir og samskipta-
form alls almennings tók að mótast af heimsmynd og kenningum hinnar
nýju kirkju og/eða ríkisvalds og til urðu lúthersk samfélög og menning.
Þessi djúplæga, víðtæka og hægfara þróun er hér nefnd siðbreyting.
Séu þau heiti sem hér hafa verið kynnt heimfærð upp á íslenskar aðstæð-
ur verður eftirfarandi uppi á teningnum: Hér varð aldrei siðbót í þröngri
merkingu ef undan er skilin starfsemi fámenns mennta- og aðalsmanna-
hóps í Skálholti í tíð Ögmundar pálssonar síðasta kaþólska biskupsins þar.
Siðaskipti urðu aftur á móti hér á landi að frumkvæði Kristjáns konungs
8 Hér er einkum átt við viðbrögð Lúthers við þróun mála meðan hann dvaldi í
öryggisgæslu í Wartburg en jafnframt viðbrögð hans við bændauppreisninni í
heimalandi sínu og róttækum siðbótarmönnum (oft nefndir „vingltrúarmenn“).
Sjá Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther: Svipmyndir úr siðbótarsögu, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2014, bls. 139–151, 194–209. Carl Axel Aurelius og
Steffen Kjeldgaard-pedersen, Nåd och frid i Kristus! Martin Luther i ljuset av hans
brev, Stokkhólmi: Verbum, 2017, bls. 73–99.
9 Loftur Guttormsson leit svo á að þessi breyting hafi verið gengin um garð hér á
landi um aldamótin 1600 (sjá og síðar). Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til
upplýsingar, Kristni á Íslandi iii, ritstj. Hjalti Hugason, Reykjavík: Alþingi, 2000,
bls. 110.
Hjalti Hugason