Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 163

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 163
168 úrbótum. Það er svo annað mál að samskipti hans og kirkjuleiðtoga sam- tímans þróuðust með þeim hætti að hreyfingin fór úr böndunum jafnvel svo mjög að Lúther sá sitt óvænna að taka í taumana og sporna gegn því að sjónarmið hans hefðu of róttækar afleiðingar.8 Líta má svo á að siðbótinni ljúki með því að fram kom fastmótuð lúthersk kirkja álíka stofnunarvædd og sú er risið var gegn.9 Þegar kirkjuklofningur var orðinn að veruleika varð þess skammt að bíða að siðbótarhreyfingin tæki að hafa pólitískar afleiðingar að nútíma- skilningi og fléttast þar með saman við breytingar á ríkisvaldinu sem urðu um svipað leyti. Í upphafi hafði hreyfingin aftur á móti verið bundin við það svið sem nú á dögum er skoðað sem trúar- eða kirkjulegt og þar með „prívat“ eða einkalegt. Þróuninni á hinu opinbera sviði virðist raunhæft að skipta í tvo hluta. Annars vegar er þá átt við að fram hafi komið lúthersk kirkja er starfaði í nánum tengslum við ríkisvaldið en hins vegar að fram hafi komið ríkisvald sem í Danaveldi var augljóslega grundvallað á lúth- erskum hugmyndum. Þegar um þessa trúar-pólitísku þróun er að ræða er þörf á öðru heiti en siðbót. Hér verður hún nefnd siðaskipti og líta má svo á að þau hafi að fullu verið gengið yfir þegar fram voru komin lúthersk kirkja og konungsríki. Er þá enn ónefnd sú breyting er hugarheimur, lífshættir og samskipta- form alls almennings tók að mótast af heimsmynd og kenningum hinnar nýju kirkju og/eða ríkisvalds og til urðu lúthersk samfélög og menning. Þessi djúplæga, víðtæka og hægfara þróun er hér nefnd siðbreyting. Séu þau heiti sem hér hafa verið kynnt heimfærð upp á íslenskar aðstæð- ur verður eftirfarandi uppi á teningnum: Hér varð aldrei siðbót í þröngri merkingu ef undan er skilin starfsemi fámenns mennta- og aðalsmanna- hóps í Skálholti í tíð Ögmundar pálssonar síðasta kaþólska biskupsins þar. Siðaskipti urðu aftur á móti hér á landi að frumkvæði Kristjáns konungs 8 Hér er einkum átt við viðbrögð Lúthers við þróun mála meðan hann dvaldi í öryggisgæslu í Wartburg en jafnframt viðbrögð hans við bændauppreisninni í heimalandi sínu og róttækum siðbótarmönnum (oft nefndir „vingltrúarmenn“). Sjá Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther: Svipmyndir úr siðbótarsögu, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2014, bls. 139–151, 194–209. Carl Axel Aurelius og Steffen Kjeldgaard-pedersen, Nåd och frid i Kristus! Martin Luther i ljuset av hans brev, Stokkhólmi: Verbum, 2017, bls. 73–99. 9 Loftur Guttormsson leit svo á að þessi breyting hafi verið gengin um garð hér á landi um aldamótin 1600 (sjá og síðar). Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, Kristni á Íslandi iii, ritstj. Hjalti Hugason, Reykjavík: Alþingi, 2000, bls. 110. Hjalti Hugason
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.